Saga - 1974, Page 156
148
KOLBEINN ÞORLEIFSSON
Ef trúa má niðurstöðum E. P. hefur hann með rann-
sóknum sínum fundið lykil að öllum trúarbrögðum mann-
kyns frá upphafi vega, því að allar prófanir hans sjálfs
á eigin tilgátum virðast standast og ganga upp, hvar sem
hann ber þær við. Hann fullyrðir jafnvel, að sé Hjól
Rangárhverfis lagt á tiltekna staði á Jótlandi, þá megi
ganga að ákveðnum kennileitum sem vísum í landslagi
(„Baksvið Njálu”, s. 53). Þar með virðist auðséð, að E. P.
hefur ekki aðeins bókmenntir liðinna árþúsunda til stuðn-
ings sínu máli, heldur einnig landafræðilegar staðreyndir
og örnefni í landslagi. —
E. P- hefur lagt fram tilgátur sínar í velútgefnum bók-
um, þar sem þær eru útskýrðar rækilega með myndum,
sem sumar eru teiknaðar sérstaklega fyrir hann, en aðrar
teknar úr bókum um stjörnufræði og mystík. Með þessu
móti sýnir hann lesendum sínum, að tilgátur hans eiga
sér fótfestu í hugarheimi liðinna alda. Þó þykir mér
einna fróðlegast að sjá í tilvitnanaskránni, hversu óhemju
víðlesinn E. P. er. Auk nær allra þekktustu fræðimanna
í íslenskum bókmenntum og miðaldafræðum vitnar hann
í ógrynni rita um trúarbragðafræði (Murray, Jan de
Vries, Frankfort, H. R. Ellis), menningarsagnfræði (Eli-
ade, Campbell), fornleifafræði Austurlanda nær (Al-
bright, Salvatino Moscati), stjörnuspáfræði (Cumont, Eli-
ade), bókmenntafræði 16. aldar (Tillyard, C. S. Lewis),
sagnfræði (Gordon Childe o. fl.) og þar að auki í rit
skálda og trúarbragðafræðinga eins og Robert Graves og
J. Louis Borges. Þar við bætist rúnafræði (Sigurd Agrell),
írsk fornleifafræði, auk fjölda ritgerða um öll þessi efni
í alfræðibókum, svo sem Enc. Brit., Larousse Enc. of
Mythologie og Kulturhistorisk Leksikon for Nordisk
Middelalder. Margar af þessum bókum eru ekki aðgengi-
legar fyrir íslenska fræðimenn á söfnum innanlands (það
hefi ég athugað), svo að E. P. hefur annaðhvort bækurnar
í einkasafni sínu eða hann hefur notfært sér erlend söfn.