Saga - 1974, Blaðsíða 157
KENNINGAR EINARS PÁLSSONAR
149
Rætumar að tilgátum Einars Pálssonnr.
Áður en lengra er haldið í umræðum um bækur E. P.,
verður að kveða niður þann misskilning, sem gætt hefur
í umræðum manna á meðal, þegar þeir halda, að hug-
myndir E. P. um íslenskt landnám séu sérviska hans eins
og eigi sér enga fótfestu neins staðar í heiminum. Þetta
er alrangt, því að í rauninni er sú kenning E. P. að ís-
lenskt landnám sé endurtekning sköpunarinnar, grund-
völlur trúarbragðafræðilegrar meginreglu í fræðum eins
kunnasta og mest lesna trúarbragðafræðings nútímans,
próf. Mircea Eliades í Chicago. Ef menn því vilja fella
kenningar E. P., verða þeir að byrja á því að fella kenn-
ÍRgar Eliades um „Kaos og Kosmos” (Óskapnað og
Skapnað).
E. P. vitnar á nokkrum stöðum í eina af bókum Eliades
í danskri þýðingu: „Myten om den evige tilbagekomst“,
Kobenhavn 1966. Hann þýðir úr bók þessari ýmsa orð-
rétta kafla, svo að reikna má með því, að bókin sé honum
handgengin. En nú er það svo, að bókin er miklu eldri
í frumtexta sínum. Hún kom fyrst út á frönsku árið 1949
(»Le Mythe de l’eternel retour. Archétypes et répétition”).
Erönskulesandi áhugamenn um trúarbragðafræði eru því
líklegir til að hafa kynnst bókinni fyrir 1955. Fyrsta þýð-
ifigin á ensku var gerð 1955 („The Myth of the Eternal
Return”, London 1955). Ég álít því, að íslenskur áhuga-
maður í trúarbragðafræðum hefði í síðasta lagi átt að vera
búinn að kynnast hugmyndum bókarinnar 1960. Þess
Vegna minnist ég á þetta, að í fyrsta kafla bókarinnar,
er kafli, sem er eins og fyrirmynd tilgátna E. P. Þar
stendur svo um landnám Islands sem endurtekningu sköp-
Unarverksins:
»Bosættelsen i en ny egn, der er ukendt og uopdyrket,
svarer til en skabelsesakt. Da de skandinaviske kolonister
t°g Island i besiddelse, Lanci náma, og bosatte sig der,
betragtede de ikke denne handling som en orginal bedrift,