Saga - 1974, Blaðsíða 159
KENNINGAR EINARS PÁLSSONAR 151
tilfellum, þ. e. sem endurtekning sköpunarverksins. Ég
hefi tilvitnunina í orð Eliades svona ítarlega, vegna þess
að hér má skynja sömu hugsun og birtist síðar í bókum
E. P., en ekki síður vegna hins, að þessi kafli er allur
skóladæmi um vísindalegt samsull, sem enginn sannur vís-
indamaður getur viðurkennt í fullri alvöru, þegar hann
loksins kemst að því, hvernig það er búið til. Það gengur
nefnilega engan veginn að tengja frásögn Landnámabók-
nr um landnám á nokkrum stöðum á Islandi við indversk
fræði eins og hann gerir. Með því er próf. Eliade að búa
til fyrir máli sínu rök sem ekki fá staðist alvarlega fræði-
iega rannsókn. Og ekki nóg með það, heldur endurtekur
hann sömu firruna hvað eftir annað í bókum sínum. Fyrst
Set ég bent á dæmi í bók hans „Det hellige og det profane”,
Oslo 1969 (Upphl. Hamburg 1957: „Das Heilige und das
Profane”). Þar raðar hann sömu heiðnu og kristnu dæm-
um upp í ofurlítið aðra röð, en segir þó hið sama: hvernig
heimurinn er skapaður úr ósköpum við að reisa hið ind-
verska altari til heiðurs Agni, að nema land á Islandi og
að leggja undir sig lönd á kristinni tíð. í þriðja sinn má
tá þennan „vísindalega sannleika” um trúarlegt innihald
íslenzks landnáms staðfestan í bók próf. Eliades: „Die
Schöphungsmythen Ágypter, Sumerer, Hurriter, Hethiter,
Kanaaniter und Israeliten”, Ziirich/Köln 1964, s. 17—18.
t’ar er einnig vitnað í íslenskt landnám og byggingu hins
indverska Agni-altaris sem „die mikrokosmische Nach-
ahmung der Schöphung“.
Þessar þrjár tilvitnanir í bækur Eliades ættu að geta
sýnt lesendum fram á það, að frásögnin um landnám á Is-
landi á sér verulegt rúm í trúarbragðafræðilegum kenn-
mgum Eliades. Og í þessum fræðum bæri mér að taka
meira mark á próf. Eliade en dr. Einari Ólafi Sveinssyni,
^r- Sigurði Nordal og dr. Jónasi Kristjánssyni. Þannig
hefur líka Einari Pálssyni farið.
En nú hefi ég reynt að finna kenningum próf. Eliades
stað með því að prófa heimildirnar, sem hann vitnar í.