Saga - 1974, Page 160
152
KOLBEINN ÞORLEIFSSON
Þá kemur í ljós, að þessar merkilegu hugmyndir eru ekk-
ert annað en spilaborg, sem raðað er saman úr heimild-
um, sem alls ekki eiga saman, og í fullkomnu skilnings-
leysi á þeim fræðum, sem hann grípur til sér til hjálpar.
Vísindamennska Eliades er nefnilega ekkert annað en
ómerkilegur sparðatíningur úr ýmsum áttum, þar sem
kunnáttuleysi Indverjans Ananda K. Coomaraswamys á
íslenskri tungu er látið ráða endanlega mynstri samsetn-
ingsins. Eliade vitnar að vísu í eina setningu úr riti eftir
van der Leeuw, en við þá tilvitnun bætir hann skýring-
um úr einu riti Coomaraswamys, sem við nána athugun
reynast vera tómt bull, og verður það nánar rakið síðar.
Sennilega stafar þessi aðferð Eliades af því, að honum er
meira í mun að koma kenningum Coomaraswamys á fram-
færi, en að sannprófa vísindalegt gildi orða hans með hlið-
sjón af íslenskum heimildum. Til þess að gera lesendum
mínum grein fyrir því, hversu óvísindalega að er unnið
í þessu atriði ætla ég að lýsa því, hvernig vitleysan varð
til í bók Coomaraswamys: „The Rig Veda as Landnáma-
bók”, London 1935.
Bók þessi er að mestu leyti orðfræðilegar og trúar-
bragðafræðilegar skýringar á ýmsum orðum og orðatil-
tækjum Veda-bókmenntanna, sem Coomaraswamy telur
mikilvæg til skilnings á hugsunarhætti hinna fornu ind-
versku Aría um landnám og helgun lands. Eins og titill bók-
arinnar ber með sér, tengir hann þessa athöfn meðal fom-
Indverja beint við hina íslensku Landnámabók, svo að ís-
lenska orðið „landnáma” fær við þessa aðgerð trúar-
bragðafræðilega merkingu, sem það hefur ekki haft meðai
Islendinga sjálfra allt fram á þennan dag. Kunnáttuleysi
Coomaraswamys í íslenskri tungu verður bert, þegar hann
í tilvitnunargrein reynir að réttlæta nafngift bókarinnar,
því að þar stendur eftirfarandi: „Icelandic Land-náma,
whence the title of the present essay, with reference to
the Icelandic „Book of the Taking of Land“ by the ere-
dwellers (erbyggya). The landfall of the Scandinavian