Saga - 1974, Page 161
KENNINGAR EINARS PALSSONAR
158
immigrants in Iceland like that of the first settlers in
America, and that too of the Aryans in India (if we
assume the existence of any such ethnic stock), all offer
close analogies with the settlements of the worlds „in the
beginning”. This is a normal case of the correspondence
of microcosm and macrocosm. . .” „In this sense every
historical event is a „repeat of history” and a „recurrence".
— Auðséð er, að hérna er mynstrið fyrir hugsun Eliades:
indverskar Veda-bækur, íslensk Landnáma-bók og land-
nemar í Ameríku að viðbættu samræmi milli örheims og
stórheims. En Islendingur hlýtur að reka augun í það
glórulausa kunnáttuleysi, sem birtist í þýðingu Coomara-
swamys á orðinu „erbyggya” (þ. e. Eyrbyggja). Hann
þýðir það með orðinu „ere-dwellers”, sem hann notar í
þessari bók í merkingunni frumbyggjar. Islendingar vita,
að Eyrbyggja fjallar um íbúana á Eyri í Eyrarsveit á
Snæfellsnesi. En hvers vegna notar Comaraswamy þetta
orð: „ere-dwellers” 6 sinnum í bók sinni í merkingunni
„frumbyggjar” og „erbyggya”? Mig grunar, að hann
hljóti einhvern tíma að hafa rekið augun í enska þýð-
ingu á Eyrbyggju, sem William Morris og Eiríkur Magnús-
son í Cambridge gáfu út í Saga Library, Vol. II, London
1892. I þessari þýðingu hét bókin: „The Story of the Ere-
dwellers”, og merkir orðið „Ere” í þessu samhengi og
annars staðar í þýðingunni öll bæjarnöfn, sem nefnast
„Eyri”. Indverjinn Coomaraswamy virðist hafa leitað að
01'ðinu í orðabókum og fundið atviksorðið „ere”, sem merk-
ir „before” (þ. e. áður). Síðan hefur hann látið orðið „ere-
dwellers” þýða „frumbyggja”. Að lokum bjó hann til
kenningu í kringum orðið „ere-dwellers”, sem síðan var
t°kin upp af Eliade sem sannindi. Kenning þessi er í
stuttu máli svo hljóðandi: Land-náma er sú athöfn, er
ft’umbyggjar (the ere-dwellers) byggja eldfórnaraltari á
teknu landi, og nema þannig land sér til eignar sam-
kvæmt lögum og indverskri siðvenju. (Rig-Veda as Land-
námabók, s. 16).