Saga - 1974, Page 162
154
KOLBEINN ÞORLEIFSSON
Hér höfum við augum litið sjálft upphaf kenninga Eli-
ades (og Einars Pálssonar), og ekki er það beint traust-
vekjandi; en ekki er framhaldið betra- Þar er komið að
Joseph Campbell, sem er eitt kunnasta nafn í þessum
fræðum í nútímanum. Einnig hann reynir að gera mikið
úr þessari kenningu Coomaraswamys. Ég hefi rekist á
notkun hans á „land-náma”-hugtakinu í þeim tveimur
bókum, sem ég hefi lesið úr ritverki hans „The Masks of
God”. Það eru bækurnar „Primjtive Mythology”, New
York 1969, og „Oriental Mythology”, New York 1970.
1 fyrri bókinni talar hann á einum stað um myndun til-
tekinnar þjóðsögu á Hawaii-eyjum, og þar segir hann, s.
199: „The manner in which the mythological system of
the Island (Hawaii-Islands) has magnified this innocuous
creature to the proportions of a greatly dangerous divine
dragon supplies one of the most graphic illustrations I
know of a mythological process — seldom mentioned in the
textbooks of our subject but of considerable force and im-
portance nevertheless — to which the late Dr. Ananda K.
Coomaraswamy referred as land-náma, „land-naming” or
„land-taking”, the features of a newly entered land are
assimilated by am immigrant people to its inherited heri-
tage of myth”. Þessa merkingu — sem er gjörólík þeirri
sem Eliade notar — kallar Campbell „the principle of land-
náma”. (Sjá „The Masks of God. Primitive Mythology,
s. 347 og 368).
Samkvæmt þessum dæmum er ljóst, að hugmyndir E. P-
um landnám Islands sem endurtekningu sköpunarverks-
ins eru fullmótaðar í bók Coomaraswamys: „The Rig
Veda as Landnámabók”, og Einar þekkti þessa bók í fyrir-
lestri þeim er hann hélt á Fornsagna-þinginu í Reykjavík
1973, því að hann vitnaði þar orðrétt í formála þessarar
bókar. Hugmyndir Coomaraswamys eru teknar ómeltar
upp í trúarbragðakenningar Mircea Eliades, og verða þar
að einu kjarnaatriði fræðigreinar hans. Sama hugmynd er
tekin upp í ritum Josep Campbells, en þar er reynt að út-