Saga - 1974, Page 163
KENNINGAR EINARS PÁLSSONAR
155
víkka trúarbragðafræðilega merkingu hugtaksins „lund-
náma“. Samkvæmt endurteknum fullyrðingum E. P. í
opinberum fyrirlestrum, hefur hann ekki kynnst hug-
myndum Campbells, fyrr en hugmyndir hans sjálfs voru
fullmótaðar, en ótrúlegt er annað en að hann hafi þekkt
til bóka Eliades alllöngu fyrr, en þar er allur efniviður
fyrir hendi í tilgátur (eða kenningar) Einars Pálssonar.
Þá sést við nánari athugun kunnáttumanns í íslensku, að
Eliade sækir visku sína um íslenskt landnám einkum til
Indverjans Coomaraswamys, sem opinberar fáfræði sína
á íslenskri tungu í skýringum sínum. Islendingurinn E. P.
tekur kenningar Eliades sem gefnar, og reynir ekki að at-
huga, hvort þær séu byggðar á sannindum eða misskiln-
ingi. Það þýðir, að hann trúir kenningum um íslenskt
landnám, sem fluttar eru af manni, sem lætur íslenska
orðið Eyrbyggja þýða frumbyggjar (ere-dwellers). Og á
þessum grundvelli stendur hann, er hann gerir stórárásir
á dr. Einar Ólaf Sveinsson og dr. Jónas Kristjánsson.
Sannur vísindamaður hefði tekið að sér að reyna að leið-
vétta firrur Eliades og Campbells í stað þess að gleypa
þser hráar. Síðan hefði hann getað reynt að taka hið nýti-
lega úr hugmyndum þeirra, og bera það saman við íslensk-
fu' heimildir. Sú aðferð hefði verið sæmandi góðum vís-
indamanni, og hefði vakið traust á rannsóknum hans
Rieðal þeirra, sem skilja íslensku sæmilega.
Tilgátur Einars Pálssonar i „Baksvið Njálu”.
Lesendur mínir hafa séð nú þegar, að ég efast stórlega
um gildi þeirra hugmynda um íslenskt landnám, sem eru
grundvöllur E. P., þegar hann reynir að endurbyggja
trúarkerfi íslensks heiðindóms. Tilgátur E. P. verða nefni-
lega aðeins skiljanlegar, þegar rit Eliades eru lesin og
^orin saman við þær. Þar er hægt að finna flestar megin-
hugmyndirnar og fræðilega undirstöðu þeirra. Þá verður
emnig ljóst, hvers vegna E. P. verður að gera Njálssögu