Saga - 1974, Síða 165
KENNINGAR EINARS PÁLSSONAR
157
í ármynni á suðurströndinni og frjóvgar landið. Þetta ár-
mynni er Affall. Reður hans er kallaður Maður, og þar
sem hann snertir landið verður Hvoll Upphafsins (Berg-
þórshvoll). Þar sem Maðurinn nær lengst inn í landið er
örnefnið Stöng, sem markar endi Mannsins. Á miðri þess-
ari línu er Miðja heimsins- Sú miðja er fjallið Þríhym-
ingur eða örnefnið Steinkross, það er Möndull veraldar
(Axis mundi). Þar er einnig Lífsins tré, Askur Yggdras-
ils. Á Stönginni bjó Gaukur (tilg. 14), þ. e. Hermes. Það
er frjósemistákn. Stöngin er einn af ásum þeim, sem halda
Hjóli Rangárhverfis í jafnvægi. Hinir ásarnir eru Öxi
og Geir (tilg. 13.). Með því að marka Hjól Rangárhverfis
og nema land á Rangárvöllum helgaði Ketill hængur sér
veraldlegt og andlegt vald, og byggði sér í Hjólinu Hús
Rangárhverfis, þar sem maðurinn frá Bergþórshvoli til
Stangar var mænirinn (tilg. 13). Bergþórshvoll er líka
Hellir Miðsvetrar, og notar E. P. þetta hugtak síðan til
að sameina í eitt hugtak Sauðhúsið á Bergþórshvoli og
fjárhúsið í Betlehem, þar sem Kristur fæddist. 1 tilgát-
unum nr. 16—18 fjallar E. P. um Tímann og skiptingu
hans í 1 ár og 18 ár, og 18 ár merkja „öld”. — 1 þessum
Hlgátum kynnir E. P. hugtak, sem heitir fet Þórs, það er
merkilegt hugtak, því að það hefur tvöfalda talnamerk-
iogu. í tilg. 2 segir að níu reginmögnuð fet Þórs séu fólg-
in í heilli röð rúna, 24 alls. Þetta er stærð Mannsins. 1
tilgátu 3 segir aftur á móti: „1 Manninum er fólgin röð
24 rúna. Maðurinn er því einnig nefndur Alu, er merkir
24 fet Þórs”. I þessum tveimur fullyrðingum með einnar
síðu millibili er fólgið dularmál, sem mér hefur engan
veginn tekist að fá til að stemma við bágborna reiknings-
kunnáttu mína.
Snúum okkur síðan að tilgátum þeim, sem varða árlega
vndurnýjun Tímans (Kára). Þar byggir E. P. ennþá á Ní-
alu-vangi. I tilg. 19 kynnir hann meginhugsunina um þessa
ondurnýjun tímans á tungumáli, sem byggt er á hugtökum
hr Njálssögu, þ. e. Geir, öxi og Kára. Síðan segir hann