Saga - 1974, Page 166
158
KOLBEINN ÞORLEIFSSON
frá því, hvernig Njörður fæðist í syni sínum Frey, sem
fellur á nafla jarðar (tilg. 20), og sá atburður gerist ár-
lega á stað sem kenndur er við Hund himins (Sámsstöð-
um). Freyr er færður í Sauðhúsið á Bergþórshvoli, þar
sem eru sköp Jarðar. Þar gerjast Freyr í þrjá daga (tilg.
21.). Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að sjá í þessu lík-
ingu við dauða Krists og legu hans í gröfinni. — Freyr
gerjast í kviði Móður Jarðar sem er Freyja, og hún fæðir
barn á Jólum. Við fæðingu þessa barns birtast hinir þrír
fróðu Ormar mannsins (tilg. 22). Enn eru hér biblíufrá-
sagnir á ferðinni. — Freyr fellur og er þá klæddur rauðri
skikkju. Hann gengur út á akur með kornið til að sá.
Hann sáir sjálfum sér í dauðann (tilg. 24). 23. tilgáta
bendir aftur til hins forna jólaöls og altarissakramentis
kristinnar kirkju. „1 myrkasta skammdeginu eta menn
líkama hans (Freys) og drekka blóð hans, eta kornið og
drekka ölið. Við endurfæðingu Freys rís sól á ný. Freyr
er Ijós heimsins. Hjól tilverunnar mun enn snúast einn
hring.“
1 þessari fátæklegu skýringu minni kemur í ljós, að
E- P. notar Njáls sögu og Nýja testamentið til útskýring-
ar á goðsögum Snorra-Eddu. Þetta gerir hann auðvitað
í þeirri trú, að þetta sé fræðilega mögulegt innan þess
ramma, sem samanburðartrúarbragðafræði setur honum.
I næstu 10 tilgátum (25—34) kynnir E. P. ýmsar goð-
fræðilegar myndir, sem hann þarf síðan að nota í lokatil-
gátunum um endurnýjun tímans á Stórárinu. Þar er
helst athyglisvert, hvemig hann gerir Gunnar á Hlíðar-
enda og syni hans, Högna og Grana, að táknmyndum Sól-
konungs og sona hans og Njál og Bergþóru að tunglkon-
ungi og drottningu hans.
En í tilg. 35 snýr E. P. að öðrum meginkaflanum, frá-
sögninni af endurnýjun aUs tímans. Á 18 sólára fresti
gerist brúðkaup Sólar og Mána á himni, það gerist til við-
halds Aski og Emblu (tilg. 35). I fyllingu tímans á sér
stað mikil brenna við Hvol upphafsins, Bergþórshvol. Þar