Saga - 1974, Page 167
KENNINGAR EINARS PÁLSSONAR
159
brennur Griðungurinn (Mánakóngurinn) og kerling hans
Hel. Tíminn einn sleppur úr Eldinum því að hann getur
ekki brunnið, það er Kári (tilg. 36). Askurinn og Vömbin
(Njáll og Bergþóra) ganga í dauðann með syni Vinds
(Þórði Kárasyni). Þetta er í rauninni líking Ragnaraka.
Kári lifir og rennur yfir í hestlíki (Sleipnislíki) og
frjóvgar hryssu vallarins. Ragnarökum er enn frekar
lýst í tilgátum 41 nn. Úlfurinn losnar úr böndum, en
hann var bundinn á ásum Hjólsins (tilg. 41). Freyr missir
sverð sitt (tilg. 42). Þór berst gegn ágangi Vatnsins og
sökkvir öxi sinni í höfuð Miðgarðsorms. Nú er Ní-álu-
vangur orðinn að skipi Freys, Skíðblaðni, og þar setjast
goðin að.
Heimurinn er einnig Hauskúpa (tilg. 50) og á þessari
Hauskúpu eru reistir þrír krossar, þar sem frumefnin
þrj ú búa (tilg. 52). Krossinn 1 miðju er Miðja miðjunnar
(tilg. 53—55) og heitir Miðjungur, það er tré lífsins-
Miðjungur þessi er líka Njörður, sem fórnar sér í syni
sínum og þiggur sjálfan sig að fórn (tilg. 57). Að lokum
fæðist nýr Griðungur, nýr Njörður og endurnýjar tímann
að nýju (tilg. 62).
Næstu tvær tilgátur Einars Pálssonar eru ekki tilgátur,
heldur er sú fyrri lýsing á þeim kennileitum í landslagi og
örnefnum í Rangárþingi, sem Hjól Rangárhverfis er
ttúðað við, og sú síðari er lýsing á samskonar örnefnum,
sem E. P. fann á Jótlandskorti, og taldi sanna sínar til-
gátur.
Hér hefi ég reynt í stuttu máli að rekja tilgátur E. P.
eins og ég hefi skilið þær. Til þess að geta flokkað þær
eins og ég gerði, studdist ég við bækur Eliades: Sú fyrri er
»Myten om den evige tilbagekomst“, Köbenhavn 1966.
^ar fjallar annar kaflinn um endurnýjun tímans (s. 59—
101). Síðari bókin er: „Die Religionen und das Heilige.
Elemente der Religionsgeschichte”, Salzburg 1954.
(Einnig til á ensku undir nafninu „Patterns of Compara-
tive Religion”, New York 1970). Þar er að finna flest þau