Saga - 1974, Qupperneq 169
KENNINGAR EINARS PÁLSSONAR 161
Það er auðvitað s.iálfsagt og liggur í hlutarins eðli að
miðaldabókmenntir Islendinga verða að fá útskýringar
samkvæmt þeim aðferðum sem nútíma trúarbragðafræði,
bókmenntafræði og menningarsaga hafa upp á að bjóða.
í því efni hefur E. P. fullkomlega á réttu að standa. Og
víst er um það, að margir þeir meðal íslenskra fræði-
manna, sem hann ræðst harðast á, hafa einmitt haft slíka
meginreglu að leiðarljósi. En allt slíkt verður að eiga sér
stað með vísindalega gagnrýni sem bakhjarl. Og ég hefi
þegar bent á dæmi, þar sem E. P. hefur látið vísindalega
gagnrýni sína veg allrar veraldar í trúgirni sinni á kenn-
ingar Eliades, Campbells og Coomaraswamys. Slíkt er
auðvitað óhæf vísindamennska. — Svo verðum við líka
að líta á annað. Við höfum engan grundvöll til að standa
á, annan en heimildir, sem eru skráðar á kristnum tíma,
og hvað snertir Snorra-Eddu bera sterkan keim af kristn-
um tískufyrirbærum á ritunartíma Eddu, sbr. euhemism-
ann í formála og eftirmála.
E. P. tekur ekkert tillit til þessa, heldur tekur hann upp
ómeltar kennisetningar almennrar trúarbragðafræði á 20.
öld, þar sem menn eins og Campbell raða saman í einn
kafla sköpunarsögum Maóría, Forn-Grikkja, íslendinga í
Gylfagynningu og Völuspá, ásamt sköpunartöflum Baby-
lóníumanna, og þykjast þar með finna mynstur („patt-
ern”), sem gangi í gegnum öll trúarbrögð, jafnt heiðinna
sem kristinna. (Sjá Joseph Campbell: The Hero with a
thousand faces, New York, 1948, s. 281—288). En því
ttúður sér maður fljótt, að framsetning af þessu tagi er
okkert annað en dálítið spennandi yfirborðsrannsókn, þar
sem ekki er gerð hin minnsta tilraun að kafa niður í sjálf
undirdjúpin, og finna það hjarta sem undir slær. Tján-
^ngarmöguleikar mannsins eru afskaplega takmarkaðir,
bar sem athafnir hans takmarkast af mannlegum líkama.
Eænastellingar manna eru um allan heim svipaðar, því að
beir setja líkama sinn á slíkum augnablikum í stellingar,
Sena tákna tilbeiðslu og auðmýkt. Slíkt er hægt að kort-
ll