Saga - 1974, Síða 170
162
KOLBEINN ÞORLEIFSSON
leggja, og hefur líka verið gert af trúarbragðafræðingum
og trúarlífssálfræðingum. Einnig er hægt að finna líkindi
með sköpunarsögum alls heimsins, bara ef maður hefur
nógu sveigjanlega heimspeki, sem getur túlkað allt eftir
hentugleikum, en þetta verður aldrei annað en yfirborðs-
rannsókn, framúrskarandi hlutdræg, sem grundvallast á
persónulegu viðhorfi höfundarins.
Þess vegna er það mesti gallinn við aðferð E. P., hvað
hann trúir innilega á kenningar þessara fræðimanna.
Samkvæmt áliti hans sitja þeir inni með allan sannleika
í þessum efnum, og þar hefur hann farið alvarlega flatt
í rannsóknum sínum, því að hann hefur látið þá brengla
sjálfan skilning sinn á móðurmálinu. — Þessi trúgirni er
einn mesti ljóður á ráði E. P. sem vísindamanns, og ekki
vildi ég láta vitna í mínar eigin ritsmíðar, eins og E. P.
vitnar í bresku bókmenntafræðingana, Tillyard og C. S.
Lewis, þar sem hann tekur algjör aukaatriði úr góðum bók-
um þeirra, og byggir á þessum vafasömu tilvitnunum árás-
ir á aðra íslenska fræðimenn. — Meðferð hans á tölvísi
fomaldar og Eddukvæða ásamt rúnavísindum er ég ekki
dómbær á, og um orðsifjarnar geta málfræðingar og orða-
bókarmenn best dæmt. Er orðið Njörður komið af Níföld
jörð? Er orðið Njáll komið af Níföldum alu (Nialu) ? Er
Jalangur (þ. e. Jellinge) komið af Nialuvangur? Er Niala
skylt að uppruna hittitíska orðinu Alalu? Eru yfirleitt til
heimildir um orðið Niala frá elstu tímum?
En E. P. skýtur alvarlegast yfir markið í túlkun sinni
á Njáls sögu. Eftir rækilegan lestur á bókum um miðalda
allegóríu, hlýt ég að segja, að sú allegóría, sem E. P. finn-
ur í Njáls sögu sé ekki miðaldafyrirbæri, heldur hugar-
smíði hans sjálfs. Allegóría miðalda miðaðist ætíð við
hugtök, goðfræðileg eða kristileg, sem menn kunnu full
skil á. Hafi Njála verið lesin og skilin sem allegóría á mið-
öldum, hefði skýringarritið átt að varðveitast í einhverri
mynd. Hugarsmíð E. P. er að vísu stórskemmtileg, þegar
maður er kominn inn í þankaganginn, og það er vissulega