Saga - 1974, Síða 171
KENNINGAR EINARS PÁLSSONAR
163
hægt að lesa Njálu samkvæmt þessu kerfi. En þá verður
manni að vera ljóst, að hér er um að ræða hreina heila-
leikfimi. Það er ósköp auðvelt að láta Gunnar verða að
tákni konungsvalds í líkingu Bjarnar, og láta atgeirinn
og bogann verða táknmyndir sólkonungdæmisins, túlka
öll vináttumerki höfðingja og konunga við Gunnar sem
virðingu við konungsímynd. Hinn gerski hattur verður þá
að bjarnarhatti eða kórónu. Hallgerður gengur í farar-
broddi á Þingvöllum eins og drottning. Og er þau mætast,
koma saman samstæðan konungur og drottning í 17. aldar
mystík. Þau mætast á Þingvöllum — í Miðju ríkisins( sjá:
Trú og landnám, s. 25—29).
Njáll verður að öðru leyti „Faðir ljóssins”. Höskuldur
Hvítanessgoði, sem fæðist upp hjá honum, verður frjó-
semisguðinn, sem drepinn er á akri sínum af fimm sonum
Njáls. Kári verður að Tímanum, sem að öðru leyti vantar
í íslenska goðafræði, en er bráðnauðsynlegur til að koma
henni heim og saman við kenningar trúarbragðafræðinga.
Njálsbrenna verður að fórnarathöfn á jólum, þar sem
sonur Tímans brennur inni með Aski og Emblu, en verð-
ur að sprota nýs lífs.
Þetta er allt auðvelt að gera, og hægt er að fá út alls
kyns skemmtilegar myndir í huga sér.
En þá er mér spurn, eftir lestur bókmennta um mið-
alda-allegóríu, hvort „Piltur og stúlka” eftir Jón Thor-
oddsen sé ekki miklu betri allegóría en nokkurn tíma
Njála. Hin karllega söguhetja heitir Indriði og er það
Þórs-nafn. Sigríður er hin kvenlega söguhetja og minnir
nafnið á valkyrju, og hefur einnig hljóðlíkingu við nafnið
Sif, en svo hét kona Þórs. Ef við hugsum okkur þau sem
táknmynd hins fullkomna manns, sem er í einu karl og
kona, þá skilst, hvers vegna þau eru í æsku sameinuð af
yatni sem rennur um dalinn, hinum íslenska fjallalæk. Hin
islenska sveitasæla er táknmynd um uppruna-sakleysi
Riannsins, þegar hið kvenlega og karllega eðli eru ennþá
sameinuð og í fullkomnu jafnvægi. Á fyrstu síðum sög-