Saga - 1974, Blaðsíða 173
BJÖRN ÞORSTEINSSON
Andmæli við doktorsvörn
Flutt í Háskóla íslands 7. september 1974, er Aðalgeir
Kristjánsson varði rit sitt Brynjólfur Pétursson —
ævi og störf.
Úrelt skipan mála.
Á síðustu tveimur árum urðu tveir menn til þess að opinbera
okkur Islendingum, að öðlingurinn Brynjólfur Pétursson hefði ver-
ið vanmetinn í íslenskri sögu. í rauninni er það engin saga, að
menn séu vametnir eða ofmetnir. Hitt er merkilegra, að tveir
menn í okkar litla samfélagi glímdu lengi samtímis við sama
vandamálið, þeldftust talsvert, en ræddu það aldrei sín á milli.
Aðalgeir hefði líklega orðið hugmyndaríkari við samræðurnar, en
Kristinn Eyjólfur Andrésson gætnari í ályktunum.
í árslok 1972 sendi Aðalgeir Kristjánsson skjalavörður frá sér
bók þá, sem hér liggur frammi til umræðu og ber titilinn: Brynj-
ólfur Pétursson, ævi og störf, en ári síðai' birtist bók Kristins
E. Andréssonar: Ný augu, tímabil Fjölnismannna. Þar helgar Krist-
inn Fjölnismanninum Brynjólfi Péturssyui hlutfallslega mikið rúm
°g telur hann eins konar Diderot okkar íslendinga. Kristinn studd-
ist mjög við rit Aðalgeirs í þættinum um Brynjólf og Ólafur Odds-
son sömuleiðis í ritgerð um Norðurreið Skagfirðinga í Sögu á
síðastlionu ári, svo að áhrifa frá ritinu er þegar farið að gæta.
Aðalgeir hefur unnið með bók sinni mikið þarfaverk, er okkur, sem
störfum að sagnfræði, ber að þakka, þótt þeir séu hér hirðsiðir, að
binir þakklátu hafi flest á hornum sér.
Bók Aðalgeirs Kristjánssonar um Brynjólf Pétursson hefur
Verið úrskurðuð hæf til doktorsvarnar af heimspekideild háskólans
°S stenst að mínu viti fræðilega samanburð við ýmis rit, sem áð-
Ur hafa hlotið þann dóm. Einnig má finna svipaðar doktorsritgerðir
eriendis. Persónusagan heldur fyllilega velli sem fræðigrein, alls
staðar þar sem ég þekki eitthvað til. Henni hefur jafnvel verið veitt
aukið inntak og beitt sem rannsóknarleið og til aldarfarslýsingar.
Hins vegar verður ekki fram hjá því gengið, að við lifum á greið-
stígum breytingatímum, og eflaust þarf að gera breytingar á doktors-