Saga - 1974, Síða 174
166
BJÖRN ÞORSTEINSSON
prófum eins og- öðru innan fræðslukerfisins, og herða þar með á
ýmsum þeim kröfum, sem gera ber til doktorsefnis. Ég fæ ekki
skilið, að það sé mikill mælikvarði á hæfni manns til vísindalegra
ábyrgðarstarfa, þótt hann geti klúðrað saman skammlaust stað-
góðu fræðiriti með áratuga puði. Með þessu er ég ekki að sveigja
að þeim ágæta rannsakanda skjalasafna, sem hér leggur fram
mikið rannsóknarrit, og auðvitað því síður að sjálfum mér. Ég
vil aðeins vekja athygli á þeirri staðreynd, að eftir síðasta heims-
stríð hefur hlaðist upp meiri þekking á flestum sviðum en á öllum
öldum áður. Á árunum 1960—72 er mér fortalið að hafi komið út
fleiri bækur í heiminum en menn höfðu komið á þrykk allar götur
fyrir 1960. Nú sýslar líklega við fræði- og vísindastörf fleira fólk
en fengist hefur við þá iðju allar aldir, sem á undan eru gengnar,
og eitthvað vinnst hjá hverjum, þótt margt sækist seint. Sumir
stærðfræðingar eru reiðubúnir að setja fram í tölum fullyrðingar
um stórbyltingu í stærðfræðilegri þekkingu síðustu 10 árin. Við,
sem sýslum við sagnfræði, erum ekki jafnreikningsglaðir og töl-
fróðir vinir okkar, en engu síður er okkur Ijóst, að mannleg þekk-
ing hefur vaxið svo gríðarlega síðustu áratugi, að það er á fárra
færi að fylgjast með, jafnvel á sérsviðum. Á okkar dögum vex
stöðugt sú hætta, að einstakar kennslustofnanir, einkum há-
skólar, hafi ekki mannafla eða dug til þess að fylgjast með gangi
mála í einstökum fræðigreinum víða um lönd, en þar með eru
sömu stofnanir að meira eða minna leyti ófærar að leiðbeina
stúdentum sínum og sitja uppi með dragbíta á fræðilegar rann-
sóknir. Það er mikið trúnaðarstarf að vera kennari, og undir þeim
trúnaði rísa ég og aðrir misjafnlega bæði við þessa stofnun og
aðrar. Á okkar dögum er forn prófessoraskipan, eins og sú, sem
hér hefur tíðkast við háskólann, orðin úrelt og hættuleg, af því
að fáir eru færir um að vera áratugum saman aðalleiðbeinendur
ungs fólks í mikilvægum fræðigreinum.
Mér hefur verið á hendur falið að vera hér andmælandi, þótt
ég sé enginn sérfræðingur í sögu 19. aldar og hafi forðast þetta
heillandi tímabil ævintýra og umbyltinga, allt frá því að ég ákvað
fyrir um það bil 30 árum að vinna eitthvað í sögu síðmiðalda.
Það var Árni Pálsson prófessor, sem benti mér á að þar lægju
mikil og forvitnileg rannsóknarefni ókönnuð með öllu. Eftir það
helgaði ég tómstundir mínar miðaldaföndri og hef reynt að loka
augunum fyrir ögrandi ráðgátum 19. aldar til þess að glepjast
ekki frá því að rýna í miðaldamyrkrið. Hér inni ættu ýmsir menn
að vera færari en ég að dæma það rit, sem fjallað er um. Hið úr-
elta prófessorakerfi, sem ég minntist á, hefur hrakið mig hing-
að upp á stall, og því verður að hlíta, úr því sem komið er.