Saga - 1974, Qupperneq 175
ANDMÆLI VIÐ DOKTORSVÖRN
167
Gallar á gjöf Njarðar.
Fyrir 33 árum sagði andmælandi á þessum stað, að doktorsvörn
væri fólgin í því, að háttvirtir andmælendur skömmuðu háttvirt
doktorsefni niður fyrir allar hellur og bæðu slíkan bullukoll aldrei
þrífast, en hrósuðu honum að svo búnu upp í hástert og staðhæfðu,
að hér væri mikill afreksmaður á ferð.
Ef reglum skollaleiksins skal fylgt, er þar til máls að taka:
1) að bókin um Brynjólf Pétursson er skýrsla ofhlaðin tilvitn-
unum um tilviljanakennt lífshlaup einstaklings og skiptist í kafla
um fjarskyld efni, sem eiga það helst sameiginlegt að varða
Brynjólf á einhvern hátt. Hér er um að ræða þætti um Bessa-
staðaskóla, útgáfustörf, kvonbænir, fjármál, árangurslítið bindind-
isbasl, stjórnskipan og margt annað. Öllu þessu eru gerð tals-
■'■'’ert betri skil en áður hafði verið gert á bókum, hvort sem fjallað
er um Bessastaðaskóla, útgáfu Fjölnis eða undirbúning að Þjóð-
fundinum 1851. —
2) Hitt er annað mál, að fáum efnum eru gerð full skil nema
söguhetjunni Brynjólfi Péturssyni, og þó er þar ýmsu einnig ábóta-
vant, eins og ég mun rekja seinna. Fátt er fullkomið, semvið sýslum
í heimspekideild, nema e.t.v. í málfræði.
3) Skýrslan um Brynjólf Pétursson er að talsverðu leyti endur-
sögn og orðréttar ívitnanir í heimildir í tímaröð, en færra er þar
um ályktanir og úrvinnslu. Það er og á að vera tvennt ólíkt að
ritstýra heimildaúrvali um eitthvert efni eða semja um það sagn-
fræðirit. Það er ekki sama að vera rithöfundur og ritstjóri, þótt
Bæði skæðin geti verið góð og þörf til síns brúks. Til þess eru
sagnfræðingar að segja samtíð sinni á hennar máli, hvað gerst hefur
að fornu og nýju; þeir eiga að lesa það út úr heimildum og kunna
einnig skil á því, hvernig hinar ágætu heimildir eru til komnar.
Uppprentun heimilda í sagnfræðiriti er óæskileg nema nauðsyn
^refji, heimildinni sé bundið eitthvert sérkenni, menningarsögulegt
eða persónulegt, stílsnilld eða annað, sem hljóti að glatast í með-
förum og endursögn. Hver orðrétt tilvitnun í sagnfræðiriti þarf
að hafa tvöfalt inntak a.m.k. á sínum stað og þjóna mjög ákveðnu
markmiði í frásögninni; hún þarf að flytja með sér auk frásagnar
bugblæ þess tíma, þess atviks, sem sagt er frá, og textinn í kring
verður að þjóna undir tilvitnuninni, svo að hún njóti sín. Hér er
um mikið vandamál að ræða, sem hvorki ég né aðrir, sem við
kennslu fást, hafa sinnt sem skyldi, svo að ég viti.
Því hefur verið haldið fram, að gott væri að hafa hinar orðréttu
klausur í sagnfræðiritum sem sýnishorn óprentaðra heimilda. Þetta
er rugl, því að heimildaútgáfa og sagnfræðiritun verður ekki sam-