Saga - 1974, Side 176
168
BJÖRN ÞORSTEINSSON
einuð í einum texta. Handahófskenndar tilvitnanaklausur eru gild-
islitlar og koma á engan hátt í staðinn fyrir heimildaútgáfur.
Sagnfræði er öðrum þræði bókmenntagrein og textinn er mjög
mikilvægur í hverju sagnfræðiriti. Ef heimildaklausa, sem höf-
undur ætlar að vitna til, fellur ekki inn í textann, en hann telur
nauðsynlegt að birta hana, getur hann sett hana annaðhvort neð-
anmáls eða látið hana fylgja tilvitnunum aftast í bókinni.
Aðalgeir gerir engan greinarmun á prentuðum og óprentuðum
heimildum og birtir í texta jafnt klausur úr prentuðu Bréfum Brynj-
ólfs, sem hann hefur sjálfur gefið út, og óprentuðum skjölum.
Dæmi um slíka uppprentun er víða að finnna í bókinni, m.a. í
kaflanum: Stofnun bindindisfélaga og önnur félagastarfsemi
(bls. 92—97).
4) Þá þykir Aðalgeiri svo mikið til um sumar heimildirnar, að
hann endurtekur þær orðrétt og stafrétt jafnvel með litlu millibili.
Honum þykja það að vonum stórtíðindi, að Rosenörn stiftamt-
maður áleit 1848 að íslendingar væru í uppreisnarham og sæktu
efnið í haminn í svertingjauppreistir í Vesturindíum. Frásagnir
stiftamtmanns af „negraguðspjalli íslendinga" tvítekur Aðalgeir
(bls. 217 og 220) og fleiri slíkar tvítekningar væri hægt að tíunda.
5) Þetta örlæti Aðalgeirs á dýrmætt lesmál, skýtur skökku við
þá staðreynd, að í bók hans er að mestu sneitt hjá því að kryfja til
mergjar aðaltextana, sem til eru frá hendi Brynjólfs Péturssonar.
Þar er einkum um að ræða stórmerka ritgerð Um alþingi í Fjölni
1844 og stjórnarskrárfrumvarp, sem Brynjólfur samdi og átti að
leggjast fyrir þjóðfund 1850, en til hans var ekki boðað fyrr en
ári síðar eins og kunnugt er. Ljósrit af eiginhandriti Brynjólfs
af stjórnarskrárfrumvarpinu er birt að bókarlokum. Ævisaga á
ekki aðeins að vera skýrsla um störf og stöðu söguhetjunnar, um-
svif hennar í lífsins stríði, heldur einnig um hugmyndir hennar,
sérstaklega ef um er að ræða stjórnmálaleiðtoga og hugmyndafröm-
uði eins og þá Fjölnismenn. Aðalgeir gerir sér ekki nægilegt far
um að skýra frá stjómmálahugmyndum Brynjólfs og hæfni hans
að koma þeim fram. Þar þykir mér sumt hafa misfarist í með-
förum, svo að þörf hefði verið á beinum tilvitnunum. Aðalgeir
segir réttilega, að Brynjólfur hafi ráðist á embættismannasam-
komuna 1841 fyrir það, „hve báglega henni hafi tekizt að semja
alþingislögin, þar eð hún hafi samið þau upp úr dönsku stétta-
þingslögunum“. Hér er mjög hógværlega að orði komist. Brynjólf-
ur svívirðir embættismennina miskunnarlaust fyrir undirlægjuhátt.
Brynjólfur segir m.a.: „„Þótti þeim (þ.e. embættism.) af þessu leiða,
að lögun þess hins nýja alþíngis ætti sem mest að líkjast þeim