Saga - 1974, Side 177
ANDMÆLI VIÐ DOKTORSVÖRN
169
hinum dönsku fulltrúaþíngum, og að einúngis mætti af bregða
þar sem ástand íslands bersýnilega krefðist þess.“ Þetta er ein-
hver hin merkilegasta undirstaða (þ.e. skilningur), sem skynsemi-
gæddar skepnur nokkurn tíma hafa byggt á úrlausn nokkurs vanda-
máls. Af því að fulltrúar íslendinga eiga ekki að ráða lögum og
lofum, heldur aðeins að vera ráðgjafar eins og fulltrúar Dana,
af því leiðir, segja nefndarmenn, að lögun alþíngis á að líkjast
sem mest fulltrúaþingum Dana. Vér segjum: af þvi íslendingar
eru þegnar Dana-konungs eins og Danir, af því leiðir ekki að Is-
lendingar ættu að tala dönsku eins og Danir, og af því íslendingar
eru dýr eins og hestarnir, af því leiðir ekki að íslendingar ættu að
bíta gras eins og hestarnir, — og af því leiðir ekkert sem þing-
sköpin snertir" (Fjölnir 1844, 115). — Að dómi Brynjólfs þurftu
Islendingar ekki að taka neitt tillit til skipanar dönsku þingaxmna,
heldur voru íslenzkir embættismenn danskari en Danir.
6) Þar eð bók Aðalgeirs skortir að nokkru úttekt á stjórnmála-
manninum og snillingnum Brynjólfi Péturssyni, verður sú mynd,
sem þar er dregin af honum, óskýrari en skyldi.
7) Bókina skortir að mestu marklýsingar og úttektir á þeim
málum, sem við er að glíma. Það er kækur á okkar síðustu og
bestu tímum, að fræðimaður geri rækilega grein fyrir vandamál-
um, sem hann hyggst leysa eða skýra, áður en hann leggur til at-
lögu við þau; að svo búnu hefst hann handa og vinnur afrekið vel
eða illa, en eftir það tíundar hann rækilega vel unnið starf, enda
er honum sjálfum kunnugast um málavexti. Þessi þríleikur ligg-
Ur mjög beint við skopstælingu, en allt um það eru verklýsingar,
forhönnun og könnun á því, sem gera þarf og gera skal, jafn
uauðsynlegar við störf í sagnfræði eins og við vegagerð hjá Sverri
Runólfssyni.
8) Mér þykir tekið býsna djúpt í árinni á bls. 304, þar sem
segir, að Brynjólfur Pétursson „lagði gjörva hönd á margt, en
skildi ekki eftir varanleg spor“. Ef svo væri, þá er mér spurn: hvers
Vegna? — Ef störf Brynjólfs Péturssonar við útgáfu Fjölnis og
undirbúning að grundvallarlagaþinginu danska, svo að dæmi séu
uefnd, voru unnin út í bláinn og einskis nýt, hvað erum við þá að
Sera hér? Ekki erum við að fjalla hér um fánýti einbert og týnd-
ur slóðir, heldur ber olckur jafnvel að rekja rækilegar slóð Brynj-
olfs Péturssonar en Aðalgeir gerir í brautryðjendaverki sínu.
9) Þá þykir mér Aðalgeir ekki nógu forvitinn, nógu spurull.
Hann rekur yfirleitt einfalda atburðarás, en reynir lítið til þess
að gægjast á bak við leiktjöldin. Aðalgeir gerir glögga grein fyrir
f.íármálum Brynjólfs, en hann virðist hafa verið mikill reglumaður