Saga - 1974, Page 179
ANDMÆLI VIÐ DOKTORSVÖEN
171
og stjórnarskrármálið hljóta ekki sömu sviðsetningu og vera mundi,
ef bókinni væri ætlað að fjalla eingöngu um Brynjólf Pétursson
og undirbúninginn að Þjóðfundinum. í ævisögum ber að gera manni
tæmandi skil, athöfnum hans og hugmyndum að svo miklu leyti
sem þær eru háðar athöfnunum. Ég hef litið á rúmlega tylft ævi-
sagna, sem teknar hafa verið gildar til doktorsvarnar á Norður-
löndum síðustu áratugi. Þær eru flestar ólíkar riti Aðalgeirs að því
leyti að vera ekki almennar ævisögur, heldur fjalla um afmörkuð
vandamál og aðild söguhetjunnar að þeim. — Að mínu viti er
ævisöguþáttur um aðild söguhetju að einhverri atburðarás ævi-
saga í sjálfu sér, en aðeins í þrengdu formi. Vandinn, sem við er
að glíma, ef einhver telur það vanda, liggur alls ekki í takmörkun
ævisögunnar við einhverja meginathurði í ævi söguhetjunnar, held-
ur er spurningin, hvort ævisagan sé gild sagnfræði eða beri að
flokkast undir fagrar bókmenntir. — Mikilvægir atburðir eins og
stofnun stjórnardeildar fyrir ísland í Kaupmannahöfn — og setn-
ing dönsku grundvallarlaganna og ísland — eru sjálfstæð rann-
sóknarefni, sem ekki her að þrengja með því að tengja þá ákveð-
inni persónu, Brynjólfi Péturssyni eða einhverjum öðrum. Höfundi
á hins vegar að vera frjálst, hvort hann setur saman tímaraðar-
ævisögu eins og bókina um Brynjólf eða takmarkar viðfangsefni
sitt við ákveðið skeið í ævi söguhetjunnar. Fræðilegt gildi verksins,
sem hér liggur fyrir, yxi ekki hið minnsta, þótt þar væri sleppt
þáttum um Bessastaðaskóla og árangurslitla bindindisbaráttu
brynjólfs Péturssonar. Á það skal bent, að rangt er að rjúfa
heildir rannsóknarefna í sagnfræði, taka bindindismál út úr fjöl-
þættum baráttumálum nýrrar manngildishugsjónar.
Hlutverk ævisöguhöfundar er einkum að fjalla um vandamálið
’nann, en ekki vandamálið atburð, nema að því leyti sem atburð-
nrinn varðar manninn félagslega og sálfræðilega. Hér er að mínu
viti um mikilvægt vandamál að ræða, — greinarmuninn á atburði
°S svonefndum geranda. Það á ekki framar að vera hlutskipti höf-
nndar að neyða atburðasögunni upp á ákveðin nöfn í anda persónu-
dýrkunar. Ævisöguhöfundur á fyrst og síðast að fjalla um ein-
staklinginn innan þjóðfélagsins, persónu hans og hvað hann af-
rekaði í samfélagi við aðra menn og sem einstaklingur. Hér er
Um að ræða víxlverkan manns og samfélags, sem hér er ekki gefinn
u*gur gaumur í ævisögum. „Sagan gjarnast eignar einum / af-
iekin þín dreifði múgur“, segir Stephan G. í Martíusi. Tímar per-
sonudýrkunar eiga að vera liðnir, þótt þeir séu það alls ekki, nema
hjá Aðalgeiri verður hennar ekki vart. Hjá honum verður hvorki
iUndin væmni né oflof. í bók hans er hlutur Brynjólfs gerður síst
°f mikill að mínu mati.