Saga - 1974, Side 180
172
BJORN ÞORSTEINSSON
Hvað er ævisaga?
Ævisög-ur eiga sér virðulegt langfeðgatal langt aftur í aldir, af
því að þær hafa sameinað og sameina enn fróðleik, skemmtan,
nytsemi og þjónustu við ákveðin, nærtæk marlonið á hverjum tíma.
Mönnum er meðfæddur áhugi á örlögum annarra manna, einnig
dýrlinga og guða. Við leitum í ævisögum samanburðar við sjálf
okkur, hliðstæðna, andstæðna og fyrirmynda og auðgun eigin
reynslu með því að fylgjast með frásögnum af öðnim.
Einn af kostum ævisögunnar er sá, að hún á sér hetfðbundið
form, æviskeiðið, tímabil vaxtar, þroska og hrörnunar, form nátt-
úrunnar, sem við höfum ávallt fyrir augum. Allir, sem hafa feng-
ist eitthvað við að setja saman bækur, vita atf reynslu, að það er
ómetanlegt að geta sest að hefðbundnu formi.
Annar höfuðkostur ævisögunnar er sá, að rík þörf er fyrir
hana og svo verður um ófyrirsjáanlegan aldur. Þörfin vex með
vaxandi fjölmiðlun og þar með markaði fyrir vinsælan fróðleik og
afþreyingarefni. Menn sækjast eftir fjölþættum, litríkum og dálítið
tilfinningaríkum frásögnum af fólki í nútíð og fortíð; frásögnum
sem gera lífið örlítið glæsilegra en niðurstöður ströngustu sagn-
fræði viðurkenna. Þótt það sé starfsskylda mín að krefjast hlut-
lægni og einungis hlutlægni í rannsóknum og framsetningu,
breytir það ekki staðreyndinni, að óskapnaði mannlífsins verður
aldrei komið á bækur, góðu heilli, heldur verður að skapa úr honum
skiljanlega sögu, og ávallt verður allbreitt bil milli veruleikans og
frásagnarinnar, hvaða tjáningarform, sem við veljum okkur. Ég
vona að enginn blaðamaður eða kennari sé svo fávís, að hann hafi
ekki gert sér Ijóst, að hann nær ekki árangri í starfi án dálítillar
rómantíkur og upplyftingar. Menn vilja og eiga að fræðast um
mannlífið; þess vegna kom jafnvel Ashton-fjölskyldan inn á hvert
heimili. Hitt er annað mál, að ævisagan hjá okkur íslendingum
er stöðnuð þrátt fyrir tilþrif snillinga. Hún þarf endurnýjunar við
eins og margt annað. Við Aðalgeir munum ekki vera nægilega
miklir sálfræðingar og félagsfræðingar til þess að geta lagt eitfc-
hvað giftudrjúgt til þeirra endurnýjunaiTnála í dag.
Ævisaga á að vera skýrsla um lífshlaup söguhetju, curriculum
vitae, gengi hennar og gengisleysi á lífsleiðinni og skýringar, fé-
lagslegar, sálfræðilegar og jafnvel landfræðilegar á háttum hennar
og athöfnum. Þar verður að koma fram, hvern mann hún hafði að
geyma; ekki innan ramma góðs og ills, heldur fjölþættari eiginda.
Var söguhetjan einherji eða félaginn, sem aðrir gátu ekki án ver-
ið? — Var hún skapandi leiðtogi eða brautryðjandi á einhverju
sviði, skipuleggjandi framkvæmdamaður og stjórnandi eða maður-