Saga - 1974, Síða 181
ANDMÆLI VIÐ DOKTORSVÖRN
173
inn, sem vakti andstöðu og kallaði fram andstæðu sína, hvar sem
hann fór? — Var söguhetjan maðurinn, sem stóð að tjaldabaki
og stjórnaði, en vildi aldrei koma fram sjálfur, eða var hún hand-
bendi annarra og jafnvel leiksoppur tilviljana?
Öll eigum við okkur æviskeið, sem stöðugt lengist. Við erum
skýrslutæk og tölvumatur til úrvinnslu fyrir félagsfræðinga, mann-
fræðinga, lýðfjöldafræðinga og ýmsa aðra fræðimenn, en fæst okk-
ar munu eftirsótt efni í ævisögu. í höndum almáttugra snillinga
getur þó allt gerst, því að þeir geta skapað allt úr engu. Til þess
að vera eftirsóknarvert ævisöguefni þarf frægð, en sá er háttur
alþýðu að vilja læra mest um fræga menn, — segir einhvers staðar
í fornum fræðum. Æviskeið manna eru mörg ólík og lítill vandi að
flokka þau eftir störfum og stöðu einstaklinga, lífshlaupi þeirra í
tíma og rúmi og hve víða þeir hafa flækst inn á æviskeið annars
fólks, en sá flækingur ræður oft miklu um frægð einstaklingsins. ,
Samneytið við aðra menn andlegt og veraldlegt eða hvort tveggja
ákvarðar gildi mannsins í sögunni.
Flokkun ævisagna.
Skipta má ævisögum í nokkra flokka til glöggvunar við gildismat,
°g mun einna skýrast að miða við afstöðu höfundar til söguhetj-
unnar í tíma og rúmi, flokka eftir því hvort sagt er frá í 1. eða
3. persónu. Þessir aðalflokkar eru greinanlegir í undirflokka efitir
þörfum.
I- Fyrstu persónu ævisögur flokkast annars vegar í: a), sjálfs-
ævisögur og minningar, og b) frásagnir og viðtalsbækur, sem skrif-
aðar eru eftir hinni frásegjandi fyrstu persónu, en um þær bók-
nienntir er ekki ástæða til að fjölyrða að ráði hér.
Sjálfsævisagan styðst yfirleitt ekki við sagnfræðilegar rann-
sóknir, heldur er þar um að ræða, hvernig höfundur vildi, þegar
hann sagði frá, að aðrir litu á athafnir sínar og æviskeið. Hér er
um gríðarmerkilegan bókmenntabálk að ræða og eftir því fjölskrúð-
ugan, sem hefur innan sinna vébanda Anabasis Xenofons, Galla-
stríð Sesars, Ofvita Þórbergs og Dichtung und Wahrheit Goethes.
sá síðast nefndi gerði sér ljóst, að bilið gæti verið mjótt á milli
skáldskapar og sannleika í ævisögu, en það er þörf áminning til
þeirra, sem sýsla við sagnfræði. — Náskyld sjálfsævisögunni eru
bréf, dagbækur og annálar, sem eru samantekt um sögulega atburði
uð dómi höfundar.
Sjálfsævisögur og skyld rit flytja yfirleitt vafasama sagnfræði,
þótt engin ástæða sé til að ætla, að svo þurfi alltaf að vera. Gamlir