Saga - 1974, Qupperneq 182
174
BJORN ÞORSTEINSSON
stjórnmálamenn úti í löndum hafa sett saman rannsóknarrit um
eigin ævi og styðjast við skjalarannsóknir, sérfræðingaskýrslur og
vitnaleiðslur í einstökum málum. Einn af slíkum afreksmönnum og
rithöfundum, sem komið hafa fram á síðustu áratugum, er Harold
Macmillan, sem eitt sinn var forsætisráðherra Breta. Islendingar
með tilhneigingar til ævisagnagerðar ættu að lesa Winds of Change
— áður en þeir skila handriti. Auðvitað þyrftu þeir að lesa fleiri
bækur, einnig íslenskar, og verða frásagnardjarfari en hingað til.
Yfir sjálfsævisögum íslenskra stjórnmálamanna, sem ég minnist,
hvílir hugblær rólegrar elli, sem gefur atburðum og tíðaranda ann-
an blæ og skilning en ríkti á vettvangi, stund athafnanna, og
heimsmyndin er ofur einföld. Sagnfræði okkar og ævisögur sýna,
að við búum í sæluríki einfaldra lífsviðshorfa, þar sem hin flóknu
vandamál andstæðna hafa ekki fyllilega fengið landvistarleyfi.
Ævisögur stjórnmálamanna eiga m.a. að opinbera leyndarmál
valdabaráttunnar, en henni er tíðum farið eins og ísjaka á Eiríks-
firði; aðeins einn tíundi rís yfir hafflötinn og er sýnilegur. Gildi
ævisögu stjórnmálamanns fer eftir því, hvernig tekst að skýra frá
þessum 9/10 hlutum, sem eru eða voru í kafi. Af þeim neðansjávar-
fræðum er fátt að frétta í ævisögum íslenskra stjórnmálamanna á
20. öld. Með yfirborðsmennsku gefa þeir óþarfan höggstað á sér,
því að slóð þeirra verður rakin fyrr eða síðar bæði af mildum og
ómildum rannsakendum.
II. Ævisögur þriðju persónu eiga það sameiginlegt að vera ein-
hvers konar sagnfræði, rannsókn á eða skýrsla um ævi söguhetju,
þótt rannsóknin geti verið fánýt eða fullkomin eftir atvikum.
Rannsóknin, marklýsingar og reifing mikilvægra vandamála, sem
varða söguhetjuna, og meðferð þeirra hjá höfundi, skipta þessum
vinsælu bókmenntum í tvo aðalflokka: 1), kennisögur, sem haldnar
eru einhverskonar boðskap eða persónudýrkun og 2) hlutlægar
sögur, þar sem hvergi kennir greinanlegrar mengunar frá annar-
legum sjónarmiðum.
Kennisögur skiptast a.m.k. í tvo flokka: a), hetjusögur, sem
hafa að aðalefni söguhetju, sem er ágæt af sjálfrí sér: íþrótta-
hetja, aflakóngur eða ævintýramaður; — b) boðunarsögur, sem
fjalla um söguhetjur hins góða málstaðar. Til þess flokks kenni-
sagna ættu að teljast opinberar og hálfopinberar ævisögur stjóm-
málaleiðtoga og dýrlinga að fornu. Hér er um að ræða sögur um
þá Þorlák helga, Guðmund Arason og Jón Sigurðsson eftir Pál
Eggert, svo að dæmi séu nefnd. Öll samfélög manna hafa átt og
eiga sér helgisögur eða boðunar í ýmsum myndum. Hér getur verið
um allgóð sögurit að ræða að fornu og nýju, þótt sumar staðhæf-
ingar, sem þar eru settar fram, hangi í lausu lofti og verði ékki