Saga - 1974, Blaðsíða 183
ANDMÆLI VIÐ DOKTORSVORN
175
sannreyndar eftir venjulegum leiðum röksemda. Dálæti höfundar
eða ímynduð þjónusta við söguhetjuna eða þá, sem hafa einkum
helgað sér hana, gerist stundum helsti fyrirferðarmikið í frá-
sögninni. Um Jón Sigurðsson segir Páll Eggert á einum stað:
„Saga hans er saga þjóðar hans samtímis. Afskipti hans og fram-
koma marka framtíð þjóðarinnar. Þar er maður, er segja má um, að
hver taug, hver blóðdropi, hvert andartak var helgað ættlandi hans.
Sannlega vegur líf slíks yfirburðamanns á við líf þúsunda þeirra
margra, er deyja á vígvelli að boðum valdsækinna þjóðkúgara"
(J.S, I. 8—9). Hið mikla rit Páls Eggerts um Jón Sigurðsson er
að mörgu leyti hið ágætasta brautryðjandaverk, en því er farið
eins og sagnfræðinni hér hjá okkur til þessa; söguskilningurinn,
sem að baki liggur, er einfaldur og einstrengingslegur. Þeirri
staðreynd breytir ekki bókin um Brynjólf Pétursson.
Hlutlægar ævisögur tel ég þær sögur þriðju persónu, þar sem
höfundar kappkosta að gæta hlutlægni og raunsæis í hvívetna. Hlut-
lægni og raunsæi eru mikil máttarorð á okkar tímum, en þó ekki
almáttug. Hlutlægni dugar skammt, ef ekki fylgir verkkunnátta;
höfundur verður að vera slyngur bæði sem rannsakandi, sviðsetj-
andi, geta einangrað vandamál og dregið ályktanir, ef vel á að
takast. Hugtakið hlutlæg ævisaga er enginn ákveðinn gæðastimpill,
af því að ágæti sagnfræðilegra verka er einkum háð rannsókninni,
sem að baki liggur, kunnáttu höfundar, ritleikni og skýrleika, en
litleikni og skýrleiki er í raun og veru eitt og hið sama. Menn geta
verið slappir rannsakendur, þótt þeim sé lagið að gæta hlutlægni
1 framsetningu. Samt sem áður ættu ævisagnarit, sem einhvers eru
verð, einkum að eiga heima í þeim flokki. í þann dilk ber hiklaust
að draga bók Aðalgeirs um Brynjólf Pétursson, eins og ég hef
staðhæft hér að framan. Þar er rannsóknin með ágætum, en úr-
vinnslan einföld og rökræður fremur fátæklegar, eins og ég hef
áður að vikið.
Á síðustu áratugum hefur ævisagan endurnýjast að gildi, ef svo
má að orði kveða; hún hefur verið notuð til fjölþættra aldarfars-
lýsinga, lýsinga á atvinnuháttum, félagsskipan, þjóðmenningu og
tess háttar. Arnór Sigurjónsson gerir atvinnusögu góð skil í bók-
Um sínum um Einar í Nesi, en annars eru íslenskar ævisögur í all-
þröngum skorðum.
Glapgjörn rannsóknarleiö.
Embættis- og stjórnmálamaðurinn Brynjólfur Pétursson var
skammlífur og hefur hans hingað til fremur verið getið í bókum
Um Islandssögu sökum samneytis síns við frægðarmenn og braut-
ryðjendur en hins, að hann væri sjálfur í þeirra hópi. Hann var