Saga - 1974, Síða 185
ANDMÆLI VIÐ DOKTORSVÖRN
177
5) Textar Brynjólfs eru ekki teknir til sérstakrar rannsóknar.
6) Mynd bókarinnar af Brynjólfi Péturssyni er óljósari en skyldi.
7) Marklýsingar og úttektir á vandamálum skortir að mestu. Bók-
in er skýrsla en ekki þesa.
8) Vafasamar ályktanir fyrirfinnast.
9) Höfundur er svo gætinn, að hann leyfir sér ekki að spyrja ein-
földustu spurninga, ef beint svar er ekki að finna í heimildum.
10) Höfundi láist að gera grein fyrir gildi bókar sinnar.
Hvers vegna er bók Aðalgeirs Kristjánssonar urn
Brynjólf Pétursson doktorsvamar verð?
Mikilvægt rannsóknarefni.
Hið forvitnilega og landssögulega við ævi og störf Brynjólfs
Péturssonar er einkum tengt aðild hans að fjórum mikilvægum
málaflokkum:
!) útgáfu Fjölnis og störfum Fjölnismanna,
2) stofnun stjórnardeildar fyrir ísland í Kaupmannahöfn,
S) setningu grundvallarlaganna dönsku,
4) undirbúningi að Þjóðfundinum og setningu stjórnarskrár handa
Islendingum.
Þessum málum gerir Aðalgeir skil innan marka ævisögunnar, en
þar með verður skýrsla hans um þau háð umsvifum söguhetjunnar
við framkvæmd þeirra. Fjölnisfélagið, rætur þess, markmið, tak-
Warkanir og áhrif eru mikilvæg rannsóknarefni og doktorsritgerðar
verð, en Brynjólfur var ekki hinn mikli stefnumótandi baráttu-
Waður í röðum Fjölnismanna, heldur ritari og hjálparhella. Hann
var f jármálamaðurinn, sem sá að verulegu leyti um að eitthvert
óvinsælasta rit á íslensku komst út. Honum og Tómasi Sæmunds-
s>ni var það víst sérstaklega að þakka, að Fjölni entist sá aldur,
sem hann hlaut. Þættir doktorsefnis um Fjölnisfélagið og útbreiðslu
ritsins eru merkilegt framlag til rannsókna á tímabili morgunroð-
ans í íslenskri sögu á 19. öld, svo að notuð sé líking Steingríms
Thorsteinssonar. Þess er ekki að vænta að þeim málum séu gerð
viðhlítandi skil í þessari bók.
Brynjólfur átti ríkari aðild að hinum þremur málaflokkum, sem
minntist á, og dregur doktorsefnið þar fram veigamiklar heim-
ildir, áður ókunnar, sem varða öll þau mál.
Þáttaskil urðu í íslenskri sögu við valdatöku Kristjáns 8. Tíma-
motin markar boðskapur hans um að stofna á íslandi ráðgefandi
fnlltrúaþing, sem nefndist alþingi. Af hálfu einvaldskonungsins var
I rauninni um sjálfsagðan hlut að ræða því að dönsk stjórnvöld
12