Saga - 1974, Side 188
180
BJORN ÞORSTEINSSON
er eins og annars staðar í bókinni sagt greinilegar frá ýmsu en
áður, jafnvel frá dómkirkjuprestsfarganinu. Mig skortir einungis
dálítið rækilegri könnun á þeim áhrifavöldum, sem einkum urðu til
þess að móta stjórnmálamanninn Brynjólf Pétursson. Annars er
könnun Aðalgeirs hvarvetna allgóð á ytra sviði atburðanna, en
hann forðast yfirleitt að skyggnast að tjaldabaki og fella annað
en hefðbundna dóma um leiksýningarnar á sviði íslensk-danskra
stjórnmála á 5. tug síðustu aldar.
Sérhæfing.
Rit Aðalgeirs Kristjánssonar um Brynjólf Pétursson er eins og
allt annað, sem við gerum, ávöxtur síns tíma. Þar er fátt að finna
af marklýsingum og vandamálatilþrifum, en sannleikurinn er sá,
að engin úttekt hefur verið gerð á helstu vandamálum íslenskrar
sögu og engin áætlun samin um heildarrannsóknir í íslenskri sagn-
fræði. Hér hefur að mestu ríkt óskipulegt og þar með tilviljana-
kennt fræðaföndur einstaklinga, en með þeim starfsháttum verður
ekki komist mjög langt í neinum fræðum á síðari hluta 20. aldar.
Lúðvík Kristjánsson hefur unnið hér skipulegast allra núlifandi
manna að rannsóknum á sögu 19. aldar og frætt okkur best um
Vestfirðinga, Jón Sigurðsson og Þorlák Ó. Johnson. Sverrir
Kristjánsson hefur dregið fram og gefið út mikið magn heimilda
um Jón Sigurðsson, tvö þykk bindi, og skrifað bók um Hugvekju
til íslendinga og allmargt ritgerða, þar á meðal kunnáttusamlegt
spjall í 1. hefti Réttar 1966: Jón Sigurðsson, baksvið og barátta,
— en þar lýsir Sverrir félagslegum forsendum Jóns Sigurðssonar,
pólitískum hugmyndum og baráttutækni. Þar er dregin fram víxl-
verkan manns og samfélags, hvernig íslenskir bændur og Jón Sig-
urðsson efldu hverjir aðra. — Auk þessa hefur Sverrir skrifað
margar greinar í skáldsannleiksstíl eins og Goethe. Milli þessara
öldnu og virðulegu Kristjánssona stendur Aðalgeir Kristjánsson
með bók sína um Brynjólf Pétursson sem skjólstæðingur þeirra og
nemandi. Þeir Kristjánssynir eru allir miklir rannsakendur skjala-
safna. Sverrir hefur sýnt mest tilþrif varðandi sögu 19. aldar með
útgáfu heimilda, en sagt okkur færra af því, hvað í þeim felst.
Lúðvík er vandvirkastur heimildakönnuður og mjög tilvitnana-
glaður og líklega fyrirmynd Aðalgeirs um framsetningu.
Þessir ágætismenn hafa þokað okkur íslendingum drjúgan spöl
áleiðis til sérhæfingar í sagnfræði, einkum að því er tekur til per-
sónusögu. í ritum Lúðvíks Kristjánssonar: Vestlendingum og
Á slóðum Jóns Sigurðssonar — er grafið dýpra til róta þess, sem
var að gerast í samfélaginu en áður. Lúðvík verður hér fyrstur