Saga - 1974, Síða 189
ANDMÆLI VIÐ DOKTORSVÖRN
181
til þess að taka einstök, afmörkuð atriði persónusögunnar til rann-
sóknar og draga fram heimildagildi sendibréfa.
Sérhæfingunni í sagnfræði erum við loks að ná í ritum, sem
Sagnfræðistofnun Háskólans gefur út og Þórhallur prófessor Vil-
mundarson ritstýrir. Hér er um að ræða rit Gunnars Karlssonar:
Frá endurskoðun til valtýsku — og Björns Teitssonar: Eignar-
hald og ábúð á jörðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Innan sagnfræðinn-
ar hefur undanfarið verið að gerast svipuð þróun hjá okkur og
innan ritskýringarinnar eða bókmenntafræðinnar, en náttúruvís-
indin höfðu náð nokkru áður í höfn sérfræðinnar.
Sérhæfingunni fylgja ýmsir erfiðleikar á fyrsta stigi, og hún
hefur hingað til einkum beinst að pólitískum og efnahagslegum
vandamálum. Rit Gunnars Karlssonar: Frá endurskoðun til val-
týsku — er að dómi útgefenda ágætisverk, en þar er grafist fyrir
rætur kúvendingar í stjómarskrárbaráttunni 1895. Þau mál virðast
fólki ekki forvitnileg, því að bókin selst ekki. Þar er stefnt að
nauðsynlegu brotthvarfi frá persónusögu til skoðanakannana og
samfélagsrannsókna. Menn telja með nokkrum rétti, að stjórnar-
skrárþref sé leiðinlegt, en karlarnir, sem stóðu í þrefinu, Valtýr
Guðmundsson, Tryggvi Gunnarsson og allir hinir — hafi getað
verið hinir skemmtilegustu menn þrátt fyrir þrefið. Kristjánssyn-
ir eru menn persónusögunnar og þeirra fræða, sem henni eru
tengd. Þeir hafa eflt hana sem fræðigrein og þeirri eflingu verður
að fylgja eftir. Auðvitað á Dichtung und Wahrheit eða skáld-
skaparsannleikur eftir að blómgast innan sagnfræðinnar góðu heilli
eins og ég vék að hér á undan, og þar er Kristjánssonur einnig
ffleðal leiðtoga.
Niðurstöður.
Skýrslan, sem Aðalgeir hefur sent frá sér um ævi Brynjólfs
Réturssonar, hefur það einkum sér til ágætis að vera unnin að
Miklu leyti úr áður ókunnum og þar með ókönnuðum heimildum.
Að baki henni liggur langt, fórnfúst, markvisst og að því er virðist
temandi rannsóknarstarf varðandi heimildir um Brynjólf Péturs-
son. Aðalgeir hefur dregið í dagsljósið fjölda áður óþekktra skjala,
sem varða stjórnarmálefni íslands á 4. og 5. áratug 19. aldar.
Mesta fenginn, bréfasafn Brynjólfs sjálfs, dró hann úr djúpi
Landsskjalasafns fyrir Sjáland, en auk þess hefur hann tínt saman
hingað og þangað ýmis önnur skjöl, sem varða Brynjólf á einhvern
hátt eða störf hans. Meðal merkra skjala, sem snerta ísland á
óögum júlí-febrúar-byltinganna og Aðalgeir hefur fjallað um fyrst-
Ur manna, eru: