Saga - 1974, Qupperneq 190
182
BJORN ÞORSTEINSSON
1) tillögur Kriegers amtmanns um stjórnarmálefni íslands 1837
(159/60).
2) bréfið, sem íslendingar í Kaupmannahöfn sendu konungi 11. des.
1839 (163/64),.
3) álitsgerð Bangs, Bardenfleths, Brynjólfs og Páls Melsteds frá
því í febr.—mars 1848 um stöðu íslands í danska ríkinu, vald
alþingis, kosningalög til alþingis o. fl. (230/40).
4) skjöl um konungsbréfið frá 23. sept. 1848 (214/16).
5) dagbókarblöð Rosenörns stiftamtmanns (217/220).
6) frumvarp Brynjólfs Péturssonar að stjórnarskrá fyrir ísland,
en hann hugðist leggja það fyrir þjóðfundinn fyrirhugaða 1850,
en hann frestaðist um eitt ár. Þegar hann kom saman í Reykja-
vík sumarið 1851, var Brynjólfur lagstur banaleguna.
7) skjöl varðandi þjóðfundinn.
Mörg önnur skjöl og skjalaflokka mætti nefna, þar á meðal vasa-
bækur Brynjólfs, en rit Aðalgeirs er, eins og áður segir, unnið að
miklu leyti úr frumheimildum, sem höfundur hefur rýnt fyrstur
manna á 20. öld.
Engin rannsókn verður nokkru sinni hóti skárri en könnunin,
sem liggur að baki henni. Aðföng skýrslunnar, sem Aðalgeir hefur
sett saman um Brynjólf Pétursson, heimildaleitin og könnunin,
gera hana að merku framlagi til rannsókna á íslensk-danskri sögu
á 19. öld.
Aðalgeir gerir einstökum mikilvægum málum að því er virðist
tæmandi skil, en ýmsum öðrum þokar hann í átt til réttrar hafnar.
Bókin um Brynjólf Pétursson bæði hvetur til og greiðir fyrir fram-
haldsrannsóknum, en það er mikill kostur á fræðiriti.
Árið 1964 gaf Aðalgeir út Bréf Brynjólfs Péturssonar fyrir Hið
íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn. Það er vönduð útgáfa, sem
ber að virða við mat á skýrslunni um ævi og störf þráttnefnds
Brynjólfs.
Ritstörf Aðalgeirs einkennast af vandvirkni og nákvæmnisleit
skjalavarðarins og hófsemi og gætni í málflutningi. Hann sligar
hvorki söguhetjur sínar með ofhlæði né togar þær út fyrir athafna-
svið sitt, heldur lofar hann þeim að njóta verka sinna smárra og
stórra áreitnislaust. Honum er sýnt um að láta ólík sjónarmið njóta
sín og er aldrei einsýnn á menn og málefni. Forsendur fyrir frest-
un Þjóðfundarins voru af ýmsum toga spunnar, eins og fram kem-
ur í Bréfum Brynjólfs Péturssonar og Statsraadets Forhandlinger.
Jón Sigurðsson t>g Brynjólfur höfðu eflaust báðir nokkuð til síns
máls. Mörg önnur dæmi sanna, að Aðalgeiri er sýnt um að stilla
upp heimildum sínum, láta kjarna þeirra koma fram og ólík sjónai'-