Saga - 1974, Page 193
RITFREGNIR
185
er um það rætt sem miður fer í þessum efnum — en afstaða af
því tagi hæfir kannski betur þessu tímabili en ýmsum öðrum tíma-
bilum íslandssögunnar, auk þess sem þessi afstaða er hefðbundin
í sögubókum ekki síður en daghlöðum.
Þótt flest sé vel um bók Lýðs, finnast á henni vankantar, sem
nú skal vikið nokkuð að.
Bókin skiptist í þrjá (eða fjóra) meginþætti eftir málefnum
en ekki tímabilum. Þet+a verður að teljast fremur óeðlilegt, þegar
um er að ræða nærri priggja alda tímaskeið, sem hæglega mætti
skipta niður í styttri tímabil. Umrædd kaflaskiptingaraðferð Lýðs
er nokkur nýlunda í íslenzkum sögubókum, og hún hefur í för með
sér, að menn og málefni koma einatt við sögu í tilviljanakenndri
röð. Einnig leiðir þetta til óþarfra endurtekninga. Dæmi um það
eru, að fjallað er 3—4 sinnum um Móðuharðindin eða afleiðingar
þeirra (bls. 25, 29—32, 34 og 76), fjallað er um mannfjölda á
síðari hluta 17. aldar með mismunandi orðalagi á bls. 32 og 35,
og enn má nefna, að á bls. 37 eru klausturhaldarar nefndir, en hlið-
stæða þeirra, umboðsmennirnir, ekki, en á bls. 124 er réttilega fjallað
um hvora tveggju. — Hugsanlega hefði mátt leysa þetta vandamál
með því að láta meginþættina halda sér, en raða efni þeirra, hvers
um sig, innbyrðis í tímaröð frekar en hér er gert. Yfirleitt er hætt
við því, að skilningur nemenda á orsakasamhengi sögunnar verði
í daufara lagi, sé tímaröðin forsómuð, þar eð orsakasamhengi er
&ð jafnaði mjög tengt tímatali og timaröð atburða. Bókin er fyrst
og fremst ætluð nemendum menntaskólastigsins, en skýlaust er, að
velflestir þeirra eru nægilega þroskaðir til að geta auðveldlega
skynjað samhengi í tímaröð.
í bókinni er sérstakur kafli um stéttaskiptingu, og er það þörf
uýlunda í riti um þetta tímabil, en stéttaskipting hérlendis var þá
vægast sagt mikil. Lýður vill gera talsvert úr þessu atriði, en hann
uiissir það einhvern veginn út úr höndum sér, og langmest af bók-
mni fer í lýsingu á högum yfirstéttarinnar. Sjálfur mismunurinn
a kjörum og háttum ríkra og snauðra er hvergi tekinn til skilgrein-
ingar.
I bókinni er talsvert af efni, sem ekki virðist nauðsynlegt að
faka þar með. Hér er einkum átt við ýmis lítilvæg minnisatriði.
Þá virðast smáleturskaflar með persónulegum skoðunum höfund-
ar óþarfir, en fyrir þeim gerir hann raunar grein í formálanum.
Sennilegt er, að of fáir hafi lesið bókina yfir í handriti, því að
i henni er fullmikið af efnisvillum, þó að flestar þeirra séu raun-
ar smávægilegar. Ilelztu villur af þessum toga skulu nú tíundað-
ar.