Saga - 1974, Page 194
186
RITFREGNIR
Á bls. 14 er sagt, að Svíar hafi árið 1721 orðið að láta megin-
hluta Finnlands af hendi við Rússa. Þetta er alrangt, Svíar réðu
yfir meginhluta Finnlands til 1809. Þessi villa er ekki prentvilla,
því að hún er ítrekuð með því að sagt er, að á 18. öld hafi í Svíþjóð
geisað deilur um endurheimt Finnlands.
Á bls. 15 er uppdráttur af Norðurlöndum um 1660, og segir
undir honum, að á kortinu megi glögglega sjá, hversu víðlent
Svíaríki hafi verið á ofanverðri 18. (svo!) öld. Á uppdrættinum eru
Svíar sýndir ráða yfir Þrændalögum í Noregi, en þeim réðu þeir
aðeins 1658—1660. Mun eðlilegra hefði verið að sýna Svíaríki eins
og það var 1660—1700.
Minnzt er á Píningsvetur á bls. 24 sem einhvern hinn harð-
asta vetur. Þessi vetur hefur sennilega ekki verið harður, þó að
þá yrði mannfellir vegna undangengis harðæris og skepnufellis.
f áðurnefndum kafla um stéttaskiptingu á bls. 36—44 eru
hinar ýmsu stéttir taldar upp. Úr því að þetta er gert svona ná-
kvæmlega hefði átt að nefna til viðbótar húsmenn, þ.e. eins konar
vinnufólk með eigin bústofn eða hjón i vistum.
Sagt er á bls. 39, að um 1700 hafi meirihluti bænda verið leigu-
liðar. Þetta er of vægt til orða tekið, því að þá voru um 95%
bænda leiguliðar, þó að raunar muni sumir leiguliðanna hafa átt
jarðeign. Á bls. 39 er einnig minnzt á sölu konungsjarða og stóls-
eigna og flestar þeirra sagðar hafa verið seldar á árunum 1785—91
og 1801—08. Þetta er villandi, því að á þessu tímabili voru nær ein-
ungis stólseignir seldar.
Á bls. 50 er smákafli um skeggtízku, og er hann að mestu út
í hött. Á bls. 70 eru í smáu letri talin upp allmörg rit Jóns lærða
Guðmundssonar. Varla hefði sú upptalning þurft að vera jafn
rækileg og raun ber vitni, því að sýnt hefur verið fram á (Einar G.
Pétursson í Afmælisriti til Steingríms J. Þorsteinssonar), að eitt
hinna upptöldu rita er ranglega eignað Jóni lærða.
Á bls. 80 segir, að sjálfstæðisbarátta og framfarasókn íslendinga
á 19. öld hafi grundvallazt á 2. og 3. kynslóð sjálfseignarbænda.
Þetta er hæpin fullyrðing, og skal bent á, að árið 1842 voru aðeins
17% íslenzkra bænda sjálfseignarbændur, en um 1890 var þetta
hlutfall 25—30%.
Á bls. 125 er ein alvarlegasta villan. Þar segir: „Lögmenn voru
kosnir af lögréttu . . . og komu landsmenn einarðlega í veg fyrir
tilraunir af hálfu konungs til að afnema þennan hátt á vali lög-
manna." Hið rétta er þó að konungur afnam kosningarétt
lögréttu á lögmönnum árið 1695, er hann skipaði Gottrup lögmann.
Fleira smáræði mætti tína til (t.d. mun kona Árna Magnús-