Saga - 1974, Síða 195
RITFREGNIR 187
sonar hafa verið dönsk en ekki norsk), en hér verður látið staðar
numið.
Að lokum skal ítrekað að mikill ávinningur er að útkomu bók-
arinnar, og með henni er bætt úr brýnni þörf á kennslubók í Is-
landssögu þessa tímabils, því að bók Jóns Aðils, sem mest hefur
verið notuð, má nú heita með öllu úrelt. Bók Lýðs er á langflestan
hátt mun betra og nýtízkulegra kennslugagn en bók Jóns, enda ber
hún þess merki að vera samin á síðasta þriðjungi 20. aldar. M.a.
má segja að kaflinn um Norðurlandasöguna sé árangur af vax-
andi víðsýni íslenzkra sagnfræðinga, sem nú taka að sjá, að
saga hefur gerzt víðar en á þessu útskeri okkar — og það saga,
sem kemur íslandssögunni mjög við, svo að ekki sé meira sagt.
Bjöm Teitsson.
Heimir Þorleifsson: FRÁ EINVELDI TIL LÝÐ-
VELDIS. íslandssaga eftir 1830. Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar, Reykjavík, 1973. 270 bls.
Við megum vera mjög þakklát fyrir þessa bók Heimis Þorleifssonar.
Við þekkjum öll skortinn á yfirlitsritum og kennslubókum um þetta
tímabil, einkum um tímann eftir 1918. Þar bætir hún úr brýnni
þörf. Útgáfa hennar er sennilega eitt af betri verkum í íslenskri
sagnfræði á síðustu árum, og þess vegna verðskuldar hún rækilegri
gagnrýni en hér verður borin fram. Annað er vert að þakka, og
það er hversu snyrtilega bókin er gerð úr garði. Hún hefur ríkulegt
°g vandað myndaval, glögga kaflaskiptingu, minnisatriði á spássíum,
nafnaskrá, atriðisorðaskrá og ritaskrá. í þessu efni hefur orðið
mikil framför með kennslubókaútgáfu Bókaverslunar Sigfúsar Ey-
mundssonar í sögu. Það er ekki ýkja langt síðan út kom kennslubók
1 Islandssögu þar sem ekki var einu sinni efnisyfirlit.
Nú er að ýmsu leyti erfitt að leggja dóm á notagildi þessarar
t>ókar til sögukennslu. Því veldur meðal annars að boðuð er útgáfa
sérstaks heftis með heimildatextum og tölfræðiupplýsingum sem
á að fylgja bókinni (bls. 5). Við það getur gildi bókarinnar sjálfrar
breyst og aukist verulega ef vel tekst til. Að sjálfsögðu getur
hugkvæmur og áhugasamur kennari einnig bætt úr flestum göllum
bókarinnar sem hér er fundið að. Gagnrýni mín hlýtur að miðast
við að hún sé notuð í fremur dauflegri kennslu, enda má segja að
góður kennari geti haft full not af hvaða bók sem er.
A síðustu árum hefur hvai'vetna verið að ryðja sér til rúms það
sjonarmið að sögukennsla eigi einkum að stefna að því að efla