Saga - 1974, Page 197
RITFREGNIR 189
finnst líka óþarfi að telja upp alla biskupa landsins á 19. öld
(bls. 112—13). Þetta eru aðeins dæmi.
Sums staðar hefur ákafi höfundar að halda sem mestum fróð-
leik að nemendum sínum leitt til þess að hann lætur sér nægja að
tæpa aðeins á efnisatriðum, og þau hljóta að verða lítt skiljanleg
ókunnugum lesanda. í frásögn af kommúnistahreyfingunni segir:
„Kommúnistaflokkurinn stefndi að því að bylta því þjóðskipulagi,
sem var á Islandi, en þó ekki fyrr en hann hefði öðlazt til þess
fjöldafylgi. Erfitt er að segja, hversu mikið þetta fjöldafylgi
átti að vera, og Jóhannes úr Kötlum spurði 1935: „Sovét-ísland,
óskalandið, — hvenær kemur þú ““ (Bls. 190—91). Menntaskóla-
nemi sem varla man Jóhannes úr Kötlum gæti spurt: Hvern spurði
hann og við hvaða tækifæri? Hefði höfundur hins vegar haft rúm
til að birta kvæði Jóhannesar um Sovét-lsland, hefði það verið
vel fallið til að sýna nemendum hvernig sannir kommúnistar
hugsuðu á þessum árum.
Þessi samþjöppun efnis og sparsemi á útskýringar bitnar einnig
á hugtakanotkun. Það vantar talsvert á að hugtök séu nægilega
útskýrð, og er það raunar ekki nýtt í fræðigrein okkar. Raunar veit
ég ekki hvort fyrirbæri eins og gengisfelling og verðlagsuppbót eru
útskýrð annars staðar í námsefni menntaskóla, en sé það ekki
ffert er auðvitað þörf á að gera það í sögukennslu. Hugtökin lög-
9jafarvald og framkvæmdarvald valda höfundi nokkrum erfiðleik-
nm. Hann segir í inngangi að íslendingar hafi fengið löggjafarvald
á 19. öld en ekki framkvæmdarvald (bls. 9);. Og síðar segir: „Lög-
Ujafarvald og dómsvald breyttist ekki 1904, en framkvæmdarvaldið
þeim mun meira.“ (Bls. 121). Höfundur gengur þannig alveg fram
hjá því að ráðherra var í raun annar aðili löggjafarvalds með
alþingi, nákvæmlega jafnrétthár því, og mikilvægasta breytingin
1904 er ef til vill einmitt sú að löggjafarvald í íslenskum málum
kemst allt í hendur Islendinga með ráðherravaldinu og ráðherra
verður háður alþingi samkvæmt þingræðisreglu. Þá er nokkuð los-
araleg meðferð ýmissa hugtaka varðandi stéttir og starfshópa. Lagt
er kapp á að rekja upphaf þeirrar launþegastéttar sem varð undir-
staða verkalýðshreyfingar og verkalýðsflokka, en sú geysifjölmenna
launþegastétt sem áður var til í landinu, vinnufólkið, hefur gleymst
að mestu. Þannig segir í kaflanum um heimastjómartímabilið:
uLaunþegastétt var enn harla fámenn á íslandi . . .“ (Bls. 123).
Annars staðar er því slegið föstu að ekki hafi verið grundvöllur fyr-
ir róttæka verkalýðshreyfingu í sveitasamfélagi 19. aldar (bls. 156).
kg er alveg sammála því en sakna þess að ekki er reynt að skýra
hvers vegna það var ekki, þar sem launþegar voru þó eitthvað
Utn helmingi fleiri en atvinnurekendur.