Saga - 1974, Page 199
RITFREGNIR
191
Þórhallur Guttormsson: BRYNJÓLFUR BISKUP
SVEINSSON. — ísafoldarprentsmiðja 1973.
Árið 1966 hóf ísafoldarprentsmiðja útgáfu bókaflokksins „Menn
í öndvegi”, þar sem fjalla skyldi um ýmsa helztu menn Islandssög-
unnar. Fram til þessa hafa fimm bækur komið út í þessum
flokki og er saga Brynjólfs biskups síðust. í upphafi mun hafa
verið ákveðið, að bækur þessar yrðu ekki vísindarit í strangasta
skilningi heldur nánast það sem enskumælandi þjóðir kalla „pop-
ular history", saga fyrir almenning fremur en fræðimenn. Bók
Þórhalls Guttormssonar um Brynjólf biskup ber að mörgu leyti
glögg- merki upphafs síns. Hún er þægileg og skemmtileg aflestrar
og svalar vafalítið fróðleiksfýsn margra þeirra, sem ekki hafa
áhuga á því að leita frekari heimilda. Bókin er vel og lipurlega
rituð og í henni eru dregin fram öll höfuðatriðin í æviferli biskups.
Höfundur hefur lagt sig fram um að rekja þá þróun, sem átti sér
stað í Evrópu á sama tíma og hyggur eðlilega mest til Danmerkur.
Þetta er gleðilegur vottur þess, að íslenzkir sagnfræðingar eru nú
sem óðast að viðurkenna þá staðreynd, að íslendingar voru aldrei
einir í heiminum.
Ef ég man rétt lét einn af forráðamönnum þessa bókaflokks
í ljós í blaðaviðtali þegar útgáfunni var lileypt af stokkunum, að
hann vonaðist til þess, að bækumar gætu hentað vel sem ítarefni
í skólum. Þessu hlutverki gegnir hérumrædd bók að mörgu leyti
vel, en sá megingalli er þó á, að hvergi er vísað til heimilda og
dregur það mikið úr gildi hennar sem ítarefnis. Þetta kemur sér
illa fyrir bæði skólafólk og kennara. Nemendur eiga að geta spurt
kennara sinn um frekari heimildir, en ef hann ætti að leita út frá
þessari bók yrði hann að leita í heimildahaugum 17. aldar og til
þess hefur venjulegur skólakennari tæplega mikinn tíma. Nemendur
hafa hins vegar hvorki tíma né þekkingu til þess að vinna slíkt
verk. Almenningur hefur enn verri aðstöðu til þessháttar könnunar
°g hlýtur því að liggja í augum uppi, að skortur á góðri heimilda-
skrá og tilvísunum er til mikils baga fyrir alla, sem vilja vita
eitthvað frekara en í bókinni stendur.
Þá er komið að efni bókarinnar og eru þar nokkrir gallar að mínu
Wati. Fyrst skal nefna, að höfundi hættir til að setja fram full-
yrðingar, sem hann rökstyður ekki nægilega vel og sömuleiðis
endurtekur hann oft ýmislegt, sem fyrri höfundar hafa látið frá
ser fara, í mörgum tilfellum gagnrýnislaust. Sem dæmi um þetta
ma nefna, að á bls. 42 segir orðrétt: „Brynjólfur biskup hefur verið
fnestur siðbótarmaður allra íslenzkra kirkjuhöfðingja“.