Saga - 1974, Page 200
192
RITFREGNIR
Minna mátti nú gagn gera, og nú vaknar spurningin, livað er
siðbót, og höfum við nokkurn rétt til þess að halda því fram, að
siðbót hafi átt sér stað er mótmælendatrú hófst til vegs á Islandi?
Var Brynjólfur Sveinsson meiri siðbótarmaður en t.d. Gissur
biskup ísleifsson eða Guðbrandur Þorláksson?
Þá er því haldið fram á bls. 58, að Brynjólfur og Vísi-Gísli
Magnússon hafi verið einu íslendingarnir, sem áttu þess kost að
nema við erlenda háskóla. Þetta er hæpin fullyrðing og nægir að
benda á Þórð biskup Þorláksson í því viðfangi.
Einn kafli bókarinnar er helgaður Skálholtsskóla, en Brynjólfur
bar hag hans alla tíð mjög fyrir brjósti. í þennan kafla finnst mér
vanta að greint sé frá kjörum nemenda og maður hlýtur að spyrja:
hverjir fóru í skólann, hvað kostaði skólavistin, hvemig var að-
búnaðurinn?
Þá er komið að þeim galla í efnismeðferð, sem mér finnst einna
alvarlegastur, en það er, þar sem greint er frá Kópavogsfundinum
1662 og viðskiptum biskups við höfuðsmann. I bókinni er frá þess-
um málum greint á nákvæmlega sama hátt og gert hefur verið í ís-
lenzkum sagnaritum frá því er Hannes Þorsteinsson sló því upp
í Þjóðólfi árið 1907, að hann hefði gert sögulega uppgötvun er
hann las tvo blaðsnepla með hendi Árna Magnússonar, sem hingað
höfðu borizt með safni Jóns Sigurðssonar. Á blöðum þessum er
skýrt frá valdníðslu og hrottaskap Henriks Bjelke, þess danskra
stjórnarherra, sem hlotið hefur langbezt eftirmæli íslenzkra sagna-
ritara, að Thodal stiftamtmanni þó undanskildum. Höfundur segir
framkomu Brynjólfs hafa verið lítt stórmannlega og er það rétt,
ef miðað er við Þjóðólf, 13. tbl. 1907, en síðan varpar hann fram
þeirri spurningu, hvort Bjelke hafi tekið þagnareiða af lands-
mönnum þegar á Kópavogsfundinum. Um hvað átti Bjelke að taka
þagnareiða? Varla hefði hann þurft að biðja menn að þegja, ef
hann hefði rekið erindi Danakonungs sem honum bar. Það hefði
vissulega verið á allra vörum og varla hefði kóngur reiðzt. Hafi
Bjelke tekið þagnareiða af landsmönnum hefði hann helzt haft
ástæðu til þess, ef hann hefði komizt að samningum við leiðtoga
Islendinga, sem flest bendir raunar til. Þá voru undirskriftirnar
aðeins formsatriði og varla til þess að græta Árna lögmann. Þögn
heimilda bendir engan veginn á hrottaskap af hendi Bjelkes.
Enn ber þess að gæta, að umsagnir Árna Magnússonar um
Bjelke eiga margar hverjar við Otto en ekki Henrik og hefur það
löngum ruglað fræðimenn. Litlir kærleikar munu og hafa verið
með þeim Árna og Bjelke.
Ég hef nú gerzt nokkuð langorður um það, sem mér finnst að
betur hefði mátt fara við samningu og frágang þessarar bókar.