Saga - 1974, Page 203
RITFREGNIR
195
lendra héraða og lá aðalstraumur þess í suðvesturátt þar sem ver-
stöðvarnar g-áfu vonir. Úr því gerir B. T. ekkert meðan rannsókn
á því skortir og ástand kirkjubóka í S.-Þing. gerir mann svart-
sýnan á að þar sé hentugt hérað til að gera hana. Misræmi sem er
milli manndauðatölu Stefáns amtmanns Þórarinssonar og fólks-
fækkunartölu sem er hærri fyrir árið 1784 hjá Áma biskupi (bls.
86) virðist geta skýrzt með flutningum svo biskupsskýrslan sé trú-
verðugri en sumir halda. Halda mætti áfram nokkra lotu að tína
upp prentheimildir sem höfundur ritsins hefði átt að notfæra sér,
ellegar afþakka með rökum (gæti ég þar byrjað á ferðabók Ólafs
Ólavíusar sem hann nefnir til málamynda). Hitt verður þó ofan á,
að ekki má ætlast til tæmingar á þrotlausu efni. Mjög ljós greinar-
gerð B. T. í inngangi fyrir heimildum sínum og vinnubrögðum tekur
efann af um það hvað hann er búinn að vinna og hvað við megum
segja að bíði seinni tíma.
Niðurskipun efnis og úrvinnsla, form taflna og útdrættir kafla-
innihalds fremst í kafla hverjum eru höfundi og Sagnfræðistofnun
til sóma og bókarfrágangurinn yfirleitt.
Það lögmál sannast á öllum rannsóknarverkum að þeirra bíður
að þokast með tímanum í nokkurn skugga af síðar birúum verkum
um nátengd efni. Samt er ég þess viss að kaflar í þessu riti B. T.
eiga eftir að fá stækkað landssögugildi jafnt og þétt eftir því sem
fleiri hliðstæðar rannsóknir verða birtar um ábúð íslendinga á
jarðnæði.
Bjöm Sigfússon.
Sagnfræðirannsóknir — Studia historica. Sagnfræði-
stofnun Háskóla íslands. Ritstjóri: Þórhallur Vilmund-
arson. 3. bindi. Heimir Þorleifsson: SAGA ÍSLENZKR-
AR TOGARAÚTGERÐAR FRAM TIL 1917. Bókaút-
gáfa Menningarsjóðs. Reykjavík 1974. 212 bls.
I.
Allir, sem láta sig nokkuð skipta ísl. sagnfræði og sagnfræði-
rannsóknir, munu vafalítið fagna því, að við Háskóla íslands hefur
verið komið á legg sagnfræðistofnun. Þótt henni hafi enn sem
komið er verið skorinn býsna þröngur stakkur, að því er fjárráð
yarðar, hefur hún þó ekki verið aðgerðarlaus. — Undanfarin þrjú
ar hafa komið út fyrir hennar atbeina þrjú rit, öll verð athygli.
Ekki væri vanzalaust, ef þeir, sem á annað borð vilja hirða um að
fylgjast með því, sem er að gerast á þeim akri, er kenna má við
lsk sagnfræði, sýndu þessu framtaki tómlæti.