Saga - 1974, Síða 204
196
RITFREGNIR
Þau þrjú rit, sem þegar eru komin út, eru prófritgerðir þeirra
manna, sem hlut eiga að máli og allir hafa valið sér sagnfræði sem
aðalkjörsvið. En að sjálfsögðu hafa þeir aukið við prófritgerðir
sínar og kannað betur ýmis atriði, áður en þeir sendu þær frá sér
til birtingar á prenti. — Vitanlega bera rit Sagnfræðistofnunar
fyrst og síðast vitni um hæfni og þekkingu hvers einstaks höfund-
ar, en hjá því getur ekki farið, að af þeim megi nokkuð ráða um
kennsluaðferðir í sagnfræði í Háskóla íslands. Jafnvel er ekki
loku fyrir skotið, að af ritum þessum muni stundum mega örlítið
ráða í um þekkingu og rannsóknaráhuga þeirra prófessora, sem
annast sagnfræðikennslu við háskólann.
Þeir menn hérlendir, sem fást við sagnfræði og hirða um að
vitna til heimilda af kostgæfni, en þar á er víða misbrestur, hafa
yfirleitt þann hátt á að safna tilvitnunum í hrúgu aftast í ritinu.
Við þá vinnutilhögun hef ég aldrei getað fellt mig, þótt hún geti
verið að öllu leyti misfellulaus, hvað snertir áreiðanleik. Það er
hvimleitt að þurfa sífellt að fletta upp tilvitnuninni, ef maður
hefur á annað borð hug á vitneskju um hana. Fótnótur eru tví-
mælalaust aðgengilegri, en við þær þarf meiri aðgæzlu og um-
stang, bæði fyrir prentiðnaðarmenn og höfunda. Hins vegar er les-
andanum gerður greiði með þeim, og að því ber einnig að hyggja.
Notkun fótnóta minnkaði um skeið í erlendum sagnfræðiritum, en
mér virðist sem þær séu víða aftur að öðlast þann sess, sem þær
almennt höfðu fyrrum. En því vík ég að þessu, að í ritum Sagn-
fræðistofnunar Háskóla íslands eru fótnótur ekki notaðar. Ekki
veit ég, hvort þar er um að ræða áhrif frá þeim, sem sagnfræði-
kennsluna annast eða höfundar kjósa að tileinka sér þessa til-
vitnunaraðferð.
II.
Ætlunin er að fjalla hér eilítið um rit Heimis Þorleifssonar:
Saga íslenzkrar togaraútgerðar fram til 1917. Því ber að fagna,
að rannsakaðir séu ýmsir þættir ísl. atvinnusögu, en þeim verk-
efnum hefur minna verið sinnt en vert væri og skylt. Reyndar hef-
ur margt verið skrifað um þau efni, en ærið oft með þeim hætti,
að tvístring má kalla, sem stundum hefur reynzt lítt traustur, þeg-
ar reynt hefur verið að kanna öll kurl samkvæmt frumheimildum,
eða þeim heimildum, sem ætla má að helzt sé hald í.
Togaraútgerð hefur verið það veigamikill þáttur í ísl. atvinnu-
lífi í nær því sjö áratugi, að efnahagur þjóðarinnar hefur átt meira
undir henni en menn munu almennt gera sér grein fyrir. Það er
því eklci að ófyrirsynju að reynt sé að rannsaka sannfræðilega