Saga - 1974, Side 205
RITFREGNIR
197
sögu þessarar útgerðar. Höfundur þessa rits hefur kosið að tak-
marka rannsókn sína við upphaf hennar og gera henni ýtarleg
skil fyrstu 12 árin, sem hún gat talizt nær alfarið vera á vegum
Islendinga.
Rit Heimis er mjög sniðhreint, niðurröðun efnis skipuleg, og
auðsýnt er, að hann hefur haft í senn alla veigamestu efnisþætti
þess í höndum sér og ekki skort kunnáttu til þess að tengja þá
eðlilega saman. Óþarfa útúrdúra eða málalenginga gætir ekki, en
hins vegar má lengi um deila, hversu hátt á að gera aukaatriðum
undir höfði. En þegar það er haft í huga, að Heimir sker efninu
þröngan stakk, og heldur sig einfarið við þá þætti, sem skipta
meginmáli, er ekki þess að vænta, að hann skjóti hér og þar inn
botnlöngum, sem að vísu hefði verið fróðleiksbætir að, en þá jafn-
framt skekkt þann ramma, sem hann ætlar ritinu.
Upphaf sögu hans hefst á því, þegar íslendingar spyrja fyrst,
að erlendir togarar séu byrjaðir að veiða við ísland. Rakið er náið,
hvernig löggjafinn bregst við þessum áður ókunnu gestum, og þá
á hvern hátt megi við því sporna, að þeir valdi truflun á mið-
um ísl. fiskimanna. Eins og vænta mátti, voru þingmenn ekki allir
sama sinnis í þeim efnum. Óþarft er að rekja hér þau ólíku
sjónarmið, en ekki verður annað séð en Heimir haldi þar öllu vel
til haga, sem máli skiptir, og þá jafnframt viðbrögðum Breta.
Þessu næst er gerð grein fyrir umræðum hér á landi um ísl. tog-
ai'aútgerð og hvernig lagasetningu um hana var hagað. Álitamál
getur verið, hversu gera á þessum lunræðum ýtarleg skil. Sjálfur
kannaði ég þetta efni allnáið fyrir röskum tveim áratugum, og fæ
ekki betur séð en Heimir greini í þessum þætti frá því, sem vert er
að gera mönnum ljóst. En um gagnsemi ísl. togaraútgerðar urðu í
uPPhafi ærið skiptar skoðanir og talsverðar ritdeilur. í þeim birt-
ist m.a., hvort fá ætti erlent fjármagn til þess að unnt væri að
hefja hér togaraútgerð. Til voru menn, sem voru þess mjög fýs-
andi, en aðrir löttu og töldu, að íslendingar gætu með þeim hætti
offrað frumburðarrétti, sem þeir mættu með engu móti glopra úr
böndum sér. En meðan á þessum deilum stóð byrjuðu útlendingar
togaraútgerð hér á landi í þrem landsfjórðungum, og voru íslend-
Uigar tengdir henni með ýmsum hætti. En stutt varð í þessum til-
íaunum, og urðu engir feitir af þeim. — Verður það ljóst af stuttri
en glöggri frásögn Heimis. — Ekki gleymir hann að skýra skil-
Pierkilega frá einu tilrauninni, sem gerð var með segltogara hér
við iaud og leiða í ljós, að Valgarð Ó. Breiðfjörð lét sér ekki allt
fyrir brjósti brenna, enda reyndist svo oftar en í þessu tilviki.
I kaflanum „Brautryðjendur. Útgerðarfélög 1904—1910“ er fyrst
^akin saga Fiskveiðahlutafélags Faxaflóa, sem keypti togarann