Saga - 1974, Qupperneq 206
198
RITFREGNIR
Coot, en hann kom hingað til lands í marz 1905. Með því skipi
hefst í raun saga ísl. togaraútgerðar. Ég kynntist allnáið Indriða
Gottsveinssyni, sem var einn af meðeigendum og skipstjóri á Coot.
Átti hann ýmis frumgögn varðandi þessa útgerð, sem ég fékk að
hagnýta mér, og þurfti því ekki að treysta á minni hans. Hvort
þau eru enn varðveitt, kann ég ekki skil á. — Byrjunin lofaði góðu
um framtíð ísl. togaraútgerðar, því að fyrsta árið fengu eigendur
Coots 10% í arð og annað árið 17%. Það var því ekki að undra,
þótt fyrirhyggjusömum framkvæmdarmönnum, sem voru viðriðnir
sjávarútveg, hlypi kapp í kinn og gerðu ráðstafanir til að eignast
togara. En til þess þurfti fjárráð, og þau voru helzt hjá aflasæl-
um skútuskipstjórum, skútueigendum, kaupmönnum og embættis-
mönnum. — Árið 1907 eignuðust íslendingar þrjá togara, er voru
mun stærri en Coot. Var einn þeirra Jón forseti, en hann var fyrsti
togarinn, sem smíðaður var fyrir landsmenn. Fremur eru litlar
líkur til þess, að af þessum togarakaupum hefði orðið þá, ef ís-
landsbanki hefði ekki hlaupið undir bagga með allríflegum lán-
veitingum.
Heimir skiptir sögu sinni um ísl. togaraútgerð í tvö tímabil. Hið
fyrra frá því að Coot kom til landsins og fram að 1910, og hinu
síðara til ársloka 1917. Er rakið í ritinu, hvenær hver togari var
keyptur, hverjir voru aðaleigendur og oft getið hverjir voru skip-
stjórar á þessum togurum. Jafnframt er í greinargóðri skrá skýrt
frá því, hvaðan skipin voru keypt og hver urðu endalok þeirra. —
Fyrra tímabilið var eins konar reynsluskeið, en það leiddi í ljós
svo ekki varð um villzt, að ísl. sjómenn dugðu vel til þess að stjórna
slíkum veiðiskipum og sýndu, að þeim lærðist brátt að afla mikið,
jafnskjótt og skipstjórum urðu kunnar þær fiskislóðir, þar sem
bezt hentaði að fiska með botnvörpu. — Á þessu tímabili byrjuðu
togararnir að sigla með ísaðan fisk og selja á brezkum markaði
og jafnframt hófst þá síldveiði á togurum. Á þessu tímabili eru
togararnir litlir, því að meðalstærð þeirra var ekki nema 172
rúml., en togarar þeir, sem keyptir voru eftir 1910, voru rösklega
90 rúmlestum stærri að meðaltali. Og Heimir bendir réttilega á,
að þetta átti enn eftir að breytast, því að rösklega áratug síðar
en hann lýkur sögu sinni, eða 1928, þegar Jón forseti ferst, var
hann orðinn minnsta skipið í togaraflotanum.
Heimir telur upp alla togaraaðila fram til 1917, og ber sú upp-
talning með sér, að togararnir voru yfirleitt félagseign. Af þeim
29 togurum, sem íslendingar eignast frá upphafi og fram til 1917,
voru 22 eign félaga, aðallega hlutafélaga, en sjö voru í eign ein-
staklinga. — Nálega allt þetta tímabil þótti ábatasamt að eiga
hlutabréf í togarafélögum, og því urðu margir til þess að gerast