Saga - 1974, Blaðsíða 208
200
RITFREGNIR
að vísu hafa þekkzt. Miklu algengara var að kalla hann vordara,
en þó var orðið labri langalgengast. — Sökum þess hve íslands-
banki kemur eftirminnilega við upphafssögu ísl. togaraútgerðar
hefði ekki verið úr vegi að geta í stuttu máli með hvaða hætti hann
varð til og hverjir stjómuðu þeirri stofnun um þetta leyti. — Á
bls. 107 stendur: „Árið 1906 var fyrsta íslenzka skipið gert út til
síldveiða“. Þetta orðalag gæti valdið misskilningi. Fyrir þennan
tíma höfðu íslenzk skip stundað síldveiðar, en að vísu öll með rek-
netum. En sjálfsagt á Heimir við síldveiðar með herpinót. En
nokkuð er á huldu, hvort þær byrja árið 1905 eða 1906. — Varð-
andi togarann Marz hefði mátt geta þess, að litlu fyrr en hann
strandaði 1916 var hann leigður Reykjavíkurbæ til þess að fiska
í soðið handa bæjarbúum. Og var það því eins konar fyrirboði hug-
myndar um bæjarútgerð. En fyrr á þessu ári hafði Þorvarður Þor-
varðarson borið fram tillögu í bæjarstjórn um að bærinn hæfi
bæjarútgerð á eigin ábyrgð, og getur Heimir þess á bls. 91—92.
Oft hefur verið talið, að hugmynd þessi væri upphaflega komin frá
Þorvarði sökum þess að hann bar fram tillöguna. En þeir sem
gerzt töldu sig þekkja til þessa máls, ætluðu Hannes Hafliðason
fyrstan manna hafa hreyft henni. Knud Zimsen borgarstjóri sagði
Hannes hafa fært þetta í tal við sig fyrstan manna (Sjá bók mína:
Við fjörð og vík, bls. 248). — Heimir telur vafalítið, að togarahá-
setar hafi yfirleitt borið meira úr býtum en skútumenn (bls. 144) ,
Það er ekkert efamál, en hins vegar er víst, að beztu dráttarmenn
á skútum höfðu mun hærri tekjur en togarahásetar þann tíma,
sem þeir voru á veiðum, en uppihaldið hjá skútunum mun aftur
á móti oft hafa jafnað metin. — Þar sem rætt er um mataræði á
skútum og togurum, er að öllu leyti rétt ályktað. Sjálfur var ég
á skútu og erlendum sem innlendum togurum. Ekki var sambæri-
legt, hve fæðið á skútunum var miMu verra en á togurum. Þar
sem Heimir dregur í efa frásögn Sveinbjarnar Egilssonar, að
„sýltitau“ og „pickles" hafi daglega verið á borðum togaramanna
(bls. 143), þá er það ekM að ástæðulausu, hvað varðar ísl. togara,
en hins vegar var hvorttveggja jafnan á borðum í enskum togur-
um. — Ég hafði lengi haft óljósan grun um, að Mr. Cable, sem
var mikill ráðamaður Breta hér á landi á fyrri heimsstyrjaldarár-
unum, mundi hafa átt einhvern þátt í togarasölunni til Frakklands
1917. En nú virðist mér rannsókn Heimis eyða þeim grun, þegar
stuðzt er við tiltækar heimildir.
Þegar litið er á myndavalið, hefur láðst að hafa mynd af þeim
manni, sem þar átti að vera öðrum fremur, en það er Einar Þor-
gilsson í Hafnarfirði. Hvort tveggja var, að hann átti ef til vill
einna mestan þátt í að ráðizt var í kaup á fyrsta ísl. togaranum