Saga - 1974, Síða 209
RITFREGNIR
201
og var auk þess framkvæmdastjóri þeirrar útgerðar. Og úr því til
er mynd af skilríki því, undirritað af Hannesi Hafstein ráðherra,
er veitti fyrsta íslendingnum réttindi til vélstjómar á togara,
liefði mér þótt eðlilegt að birta hana í bókinni. Óneitanlega er þar
um svo merkt heimildargagn að ræða, að verðskuldað hefði að
geymast í þessu riti.
Rétt er það hjá Heimi, að með sölu togaranna til Frakklands
1917 verða þáttaskil í ísl. togaraútgerð. En ég hefði talið fara vel
á því, að í örstuttu máli hefði í lokin verið gerð grein fyrir því,
hvaða áhrif sú ráðstöfun hafði í svipinn fyrir þjóðarhag og þó
einkum fyrir atvinnuhorfur og afkomu Reykvíkinga. Með því móti
hefði komið greinilega í ljós, hversu mikilvæg togaraútgerðin var
orðin þjóðinni, og þá ekki sízt höfuðstað hennar.
Með þessu riti hefur Heimir Þorleifsson farið svo vel af stað
með að semja sögu ísl. togaraútgerðar, að það er hið mesta óráð
að fela honum ekki að halda áfram að rita þessa sögu allt til síð-
ustu tíma. Hana þarf að skrá, og ekki seinna vænna að ná í hala
á mörgu, sem gerðist næstu áratugina eftir að þessu riti hans
lýkur. Þegar menn hafa þaulhugsað eitthvert efni og átt við það
langa glímu, orðnir því þaulkunnugir, þá á að notfæra sér þá
kunnáttu. Ekki er fjarri lagi að hugsa sér, að Sagnfræðistofnun
Háskólans gæti haft þar þörfu leiðbeiningarstarfi að sinna sam-
fara annarri liðveizlu.
Lúðvík Kristjánsson.
John Langelyth: A CRITIC EXAMINATION OF THE
SOURCE MATERIAL TO THE INTRODUCTION OF
CHRISTIANITY IN ICELAND. — Anglo-Nordic Ob-
server, Reykjavík 1974.
I.
Lengi hefur almennur áhugi ríkt hér á landi á íslenzkri sögu,
^nda voru mikilvæg rök sótt í söguna, meðan íslendingar háðu bar-
attu sína við Dani um fullt sjálfstæði. Þessi mikli söguáhugi hefur
engan veginn verið bundinn við menntaða sagnfræðinga, heldur
kafa margir fræðimenn úr hópi almennings lagt sitt af mörkum
í þeim efnum.
Þó gegnir raunar furðu, hversu margt er hulið um sögu fyrri
kynslóða. Það er langt í frá rétt, sem ýmsir virðast hafa talið fram
á seinustu ár, að íslendingar væru fróðir um sögu þeirra kynslóða,
sem lifað hafa í þessu landi frá uppliafi. Eftir að mönnum varð
Ijóst, að sagnfræðigildi íslendingasagna hefur verið ofmetið á öld-