Saga - 1974, Page 210
202
RITFREGNIR
inni sem leið, hefur hitt jafnframt orðið Ijóst, að þektóng okkar á
sögunni er langtum minni en áður var talið. Er vafalaust, að óleyst
vandamál og spurningar, sem enn hefur ekki tekizt að svara á við-
unandi hátt, munu enn eiga eftir að freista margra þeirra, sem
áhuga hafa á sögulegum fróðleik.
Einn er sá þáttur íslenzkrar sögu, sem enn minna mun vitað um
með vissu en margt annað. Það er kirkjusagan. Allt fram á ökkar
daga hefur það talizt góð latína að lesa kirkjusöguna eingöngu
með gleraugum almennrar sagnfræði án þess að taka tillit til eðli-
legrar sérstöðu hennar. Hefur þess einatt gætt mjög í mati manna
á viðbrögðum kirkjunnar manna, þegar sjálfsagt hefur verið talið,
að pólitískar og þjóðfélagslegar hvatir hafi staðið að baW orðum
þeirra og gjörðum, þegar hitt sýnist næsta ljóst, að þar hefur auð-
vitað oft verið um kristilegar og kirkjulegar hvatir að ræða. Þá
hafa menn oft lesið íslenzka sögu, og ekki sízt Wrkjusöguna, án
hinna eðlilegu tengsla við samtíma sögu nálægra landa. Virðist
sannarlega kominn tími til þess að endurmeta þetta og leita sam-
bands og samræmis íslenzkrar kirkjusögu við almenna kirkjusögu
samtímans. Mér segir svo hugur, að þá muni Ijós falla yfir ýmislegt
það, sem talið hefur verið torskilið hingað til, og auðskildara verði,
hvað hafi ráðið ýmsum þeim atburðum, sem vafizt hafa fyrir
mönnum hingað til. Nóg um þetta að sinni.
II.
Það hlýtur að teljast nokkur viðburður, þegar út er gefin ritgjörð
um einn af meginviðburðum íslenzkrar sögu, sem fræðimenn hefur
greint á um. Og ekW dregur úr, þegar hér á hlut að máli erlendur
maður, sem tekið hefur ástfóstri við íslenzka sögu og varið löngum
tíma og miWu erfiði til þess að komast að niðurstöðu um þessi
atriði. Það er því eðlilegt, að slíku ritverki séu gjörð nokkur sWl
hér í þessu riti.
John Langelyth er danskur maður, sem kvæntur var íslenzkri
konu, sem er nýlátin. Hann er sagnfræðingur að mennt og miWll
áhugamaður um kirkjusögu og guðfræði yfirleitt og góður mála-
maður. Hann getur lesið íslenzku sér að gagni. Seinast mun hann
hafa starfað í danska menntamálaráðuneytinu, en lét þar af störf-
um árið 1973. Hann hefur unnið að rannsóknum á kristnitökunni
á íslandi um áratugs skeið. Árangur þeirrar rannsóknar liggur nú
að nokkru fyrir í þessari ritgjörð, en höfundur mun hafa hug á að
halda þessum rannsóknum áfram og einbeita þeim að fyrri hluta
11. aldar. Vona ég sannarlega, að honum takist að hrinda þeirri
ákvörðun í framkvæmd og hlakka til að sjá niðurstöðu þejrra
rannsókna.