Saga - 1974, Page 211
RITFREGNIR
203
Þar sem þessi ritgjörð er aðeins gefin út fjölrituð í fáeinum ein-
tökum, þykir mér skylt að rekja efni hennar allýtarlega, svo að
menn átti sig á meginefni hennar og helztu rökum, sem höfundur
færir fram máli sínu til stuðnings. Vona ég, að flest meginatriði
hennar komi rétt til skila.
III.
Ritgjörðin hefst á stuttri greinargjörð, þar sem höfundur rekur
ástæður þess, að hann tekur sér þetta viðfangsefni fyrir hendur.
Hann rakst á bók Björns M. Ólsens: Um kristnitökuna árið 1000
og tildrög hennar, jafnframt því sem hann las bók Barða Guð-
mundssonar: Uppruni íslendinga, og bók Benedikts Gíslasonar: ís-
lenda. Þar með var forvitni hans vakin, og honum þótti einsýnt,
að sagnaritarar hefðu í upphafi hagrætt frásögn sinni á kerfisbund-
inn hátt í því ákveðna augnamiði að þjóna samtíðarkirkju sinni,
sem þeir sjálfir þjónuðu.
í inngangskafla ritgjörðar sinnar gjörir hann síðan grein fyrir
tilorðingu þeirra rita, sem geyma sögu landnámsins og kristnitök-
unnar. Hún hafi verið í höndum þjóna kaþólsku kirkjunnar, sem
uppi voru 150—250 árum eftir að atburðirnir gjörðust, og þeir
hafi haft áhuga á að láta kirkjuna birtast í hagstæðu ljósi sög-
unnar. Þeim hafi því hætt til þess að meta atburði með gleraugum
hennar. Þeim er í mun að segja sögu, sem þeir telja mikilvæga, en
jafnframt þegja þeir um atriði, sem þeir telja betur gleymd. Því sé
það viðfangsefni sagnfræðirannsókna að reyna að finna sannleiks-
kjarna þessarar hagræddu sögu. Hann bendir á þá staðreynd, hve
saga byggist oft á hálfsannleika, rituð af sigurvegurunum, þar
sem hinir sigruðu eru ætíð dæmdir. Klerkar þeir, sem rituðu upp-
haf norrænnar sögu, voru undir sterkum áhrifum frá sinni eigin
kirkju, og fjarlægð þeirra í tíma frá vettvangi atburðanna dregur
úr gildi frásagnar þeirra.
Síðan rekur höfundur, hvernig afstaða manna til áreiðanleika
íslendingasagna hefur breytzt frá hinni rómantísku stefnu 19. ald-
ar, sem efaðist aldrei um, að þær væru sögulegar heimildir og rit-
aðar mjög snemma. Hann ætlar þó ekki að meta almennt áreiðan-
leika hinnar munnlegu sagngeymdar íslendinga, heldur aðeins
i'eyna að varpa ljósi yfir stutt tímabil íslenzkrar sögu. Hann gjörir
grein fyrir helztu heimildarmönnum Ara fróða og Sæmundar fróða,
sem eru svo nærri viðburðum, að þeir geta flutt sagngeymd næstu
kynslóðar á undan, en sumir úr henni gátu verið sjónarvottar að
þáttum þeirrar sögu, sem um er fjallað.
Höfundur rekur síðan aðalefni sögu kristnitökunnar og styðst þar
einkum við 7. kafla í íslendingabók Ara fróða. Reynir hann að