Saga - 1974, Blaðsíða 212
204
RITFREGNIR
athuga hvern lið frásögunnar fyrir sig. Þessi frásaga kemur all-
undarlega fyrir sjónir. Hún virðist sumpart einföld og ljós, en
sumpart virðist ýmislegt vanta í hana, sem söguritarinn hafi fellt
burt. Sögulega rannsókn megi helzt ekki byggja eingöngu á þjóð-
legum heimildum né heimildum, sem færðar eru í letur löngu eftir
að atburðirnir gjörðust, af riturum, sem hafa getað litað frásögn-
ina, e.t.v. óafvitandi. Smáatriði slíkra frásagna má ekki taka alltof
bókstaflega. Og þegar svo virðist sem sagnaritarinn hafi ekki sagt
allt, sem hann vissi, vaknar spumingin um það, hvað hafi raun-
verulega gjörzt á þessu viðburðaríka þingi.
í hinni ágætu bók sinni spyr Björn M. Ólsen margra þessara
spurninga og finnur svör við þeim. Hann fjallar hins vegar mest
um atburðina á sjálfu alþingi, en Langelyth hefur meiri áhuga á
að rannsaka, ef unnt er, hvaða þróun mála hafi átt sér stað, áður
en til alþingis kom. Okkur er ætlað að trúa, að fastmótað heiðið
þjóðfélag hafi á einni nóttu tekið við nýjum trúarbrögðum, sem
komin voru erlendis frá og gjörólík þeim fyrri. Þetta virðist of ein-
falt. Margar spurningar vakna:
1. Islenzkar heimildir geta oft um papa, sem hafi þekkt ísland
og setzt þar að, en verið ófúsir til samneytis við heiðna menn, er
þeir komu, og því farið burt. Voru þessir papar eins fáir og látið
er í veðri vaka, bjuggu þeir aðeins á fáum stöðum á landinuí, og
héldu þeir af landi brott við komu norrænna manna, eins og sagt er?
2. Þó nokkrir landnámsmanna komu frá írlandi eða skozku
eyjunum, sumir voru norrænir, en aðrir írskir eða keltneskir. Sumir
hinna norrænu höfðu kvænzt vestrænum konum fyrir landnám og
tóku þær með sér til íslands. Margir þessara landnámsmanna eru
taldir hafa verið kristnir, og þeir tóku einnig með sér írska þræla.
Féllu allir þessir menn frá trúnni án þess að skilja eftir sig nokkur
kristin áhrif?
3. Landnámabók heldur því fram, að land hafi verið alheiðið
nær 100 vetur. Er þetta rétt, jafnvel einnig um þræla og alþýðu
manna? Fyrir hvaða áhrifum urðu íslenzkir farmenn, sem sigldu
til kristinna landa? Hvað vitum við um þróun kristni á íslandi árin
900—980?
4. Hver var árangur þeirra þriggja kristniboðstilrauna, sem
sagt er frá á íslandi, áður en kristni var lögtekin?
5. Hvers vegna fór Gizur hvíti utan með tengdasyni sínum
Hjalta árið 999? Voru þeir fulltrúar kristna flokksins, sendir til
samninga við Ólaf Noregskonung? Hvert var hið raunverulega
erindi þeirra til íslands sumarið eftir? Hugði Noregskonungur til
valda á íslandi?
6. Er líklegt, að Hjalti, sekur maður, hefði fengið að tala á