Saga - 1974, Síða 213
RITFREGNIR 205
Lögbergi, nema einhver sterk öfl hafi staðið á bak við hann?
Leyfðu heiðnir menn messusöng á alþingi?
7. Hvernig má vera, að samkomulag hafi náðst svo auðveldlega
daginn eftir að allt samkomulag virtist útilokað? Hvað gjörðist í
millitíðinni? Hvað fékk Þorgeir, heiðinn mann, til þess að kveða upp
þann úrskurð, að allir menn skyldu vera kristnir?
IV.
Þessu næst gjörir höfundur grein fyrir heimildum um kristna
menn á íslandi fyrir landnám norrænna manna. Af þeim sé ljóst,
að írskir menn, kristnir, hafi dvalizt á íslandi, er norrænir menn
hófu landnám sitt, en hvorki er sagt, hverjir þeir voru né háttum
þeirra lýst. Bendir hann á frásögn Annála, þar sem sagt er, að
landið „mundi hafa kristnað verið af enskum mönnum“. Sögnin að
kristna hlýtur að vitna til manna, en ekki landsins. Að kristna land
merkir að kristna fólkið, sem í því býr. Eklci hefur þurft að kristna
hina kristnu munka. Freistandi er því að gjöra ráð fyrir, að heiðnir
menn hafi búið í landinu, áður en írsku munkarnir komu þangað, og
þeim hafi verið snúið til kristni. Ef orðið er skilið í þeirri merk-
ingu, gæti hér verið vitnað til meiri búsetu í landinu en talið hefur
verið hingað til.
Þar sem fullvíst má telja, að frásögnin af landnáminu sé allt að
200 árum yngri en sjálft landnámið og færð í letur, eftir að róm-
versk-katólsku kirkjunni hafði verið komið á í landinu, má ekki
g'leyma togstreitunni milli hennar og hinnar írsku, er við reynum
að gjöra okkur grein fyrir munkunum, sem komu til íslands. Höf-
undur vill því líta á málið frá öðru sjónarhorni. Heimildir greina
frá, að fundizt hafi írskar bækur eftir papana. Sagnaritarinn var
klerkur með nokkra þekkingu á kristinni kirkju í norðurhluta
Evrópu næstu aldirnar á undan. Hann hefur því hlotið að vita, að
munkabyggðir voru algengar um alla norðanverða álfuna á þeim
tíma. Forfeður hans af norrænu bergi brotnir höfðu unnið ötullega
að því að eyðileggja slíkar byggðir, ekki sízt þær, sem auðugar voru.
Hann hefur þekkt nöfn eins og Iona, Lindisfarne, Kolumkille o.s.frv.
I írsku kirkjunni voru biskuparnir ekki vígðir til ákveðinna biskups-
dæma, heldur til eftirlitsstarfs í munkabyggðum eða til kristniboðs-
starfa. Hin opinberu tignartákn biskupa voru bjalla og bagall, en
hvorttveggja á að hafa fundizt eftir papana á íslandi. Því hafa
biskupar einnig verið með í för, enda eðlilegt, því að biskupar einir
gatu framkvæmt vissar athafnir. Þar sem munkar voru til staðar,
hlutu einnig að vera biskupar. Bækur fundust einnig, en það var
emmitt uppáhaldsiðja munkanna að rita og skreyta handrit.