Saga - 1974, Qupperneq 214
206
RITFREGNIR
Sagt er, að þeir hafi ekki viljað vera samvistum við heiðna menn.
Það er ótrúlegt, þvi að á sama tíma fóru landar þeirra og trúbræður
hundruðum saman frá föðurlandi sínu til trúboðs meðal heiðinna
manna á meginlandinu. Ef munkarnir voru einsetumenn, sem leituðu
einveru til guðsdýrkunar, hvaða land í Evrópu gat þá hentað þeim
betur en ísland? Ef flestir eða allir hafa yfirgefið ísland við komu
norrænna manna, hafa þeir sennilega verið reknir burt, af því að
aðkomumennimir hafi rænt landi þeirra og fénaði. Víkingum þótti
rán eðlileg leið til að ná þeim hlutum, sem sótzt var eftir. Mjög
væri mikilvægt að þekkja stærð og fjölda þessara munkabyggða,
þegar rannsaka skal sögu munkanna á íslandi. Hér er lítið gagn að
lieimildum, helzt mætti e.t.v. græða á örnefnum. Þessi byggð virðist
þó ekki hafa verið nógu þétt til þess, að örnefni hennar lifðu áfram.
Elzt örnefni sem búast má við að finna á Islandi, eru þau, sem
sennilega hafa verið gefin af norrænum landnámsmönnum, sem
kenndu staði við undarlegt fólk, sem fyrir var í landinu og bjó við
undarlega siði. Slík örnefni eru til á íslandi. Rekur höfundur síðan
skrif Ólafs Lárussonar um þessi efni.
Loks gjörir höfundur grein fyrir sérstöðu Kirkjubæjar á Síðu, en
beinlínis er tekið fram, að þar hafi papar áður búið. Örnefnið
bendir til þess, að þar hafi þá staðið kirkja, hvort sem hún hefur
verið byggð af pöpum eða Katli fíflska. Þessi papabyggð hlýtur að
hafa verið allstór.
Eftir þessar athuganir á heimildum kemst höfundur að þeirri
niðurstöðu, að lítið verði með vissu sagt um papana, f jölda þeirra og
útbreiðslu á íslandi. Við vitum ekki, hvort þeir fóru af landi brott.
Eftirlátnir munir benda til, að þeir hafi ekki farið af fúsum vilja.
Sumar papabyggðirnar hafa e.t.v. verið afskekktar og því ekki í
bráðri hættu. Aðrar hafa getað verið í landnámi kristinna landnáms-
maima, en ólíklegt er, að þeir hafi verið í hættu þar. Hitt er lík-
legra, að nærveru þeirra hafi verið óskað, einkum ef landnámsmaður-
inn hafði ekki prest í fylgdarliði sínu. Heimildir segja ekki, að
munkarnir hafi farið af landi brott við komu norrænna manna, en
sú hefur verið skoðun sagnaritaranna. Höfundi virðist líklegt, að
sumir þeirra hafi orðið um kyrrt af framangreindum ástæðum.
V.
Þessu næst gjörir höfundur grein fyrir uppruna landnámsmanna,
sem hann skiptir í þrjá mismunandi hópa:
1. Norræna menn, sem koma beint frá Noregi.
2. Norræna menn, sem koma frá skozku eyjunum og írlandi.