Saga - 1974, Page 215
RITFREGNIR 207
3. Aðra menn en norræna, flesta keltneska, sem komu frá heim-
kynnum sínum, skozku eyjunum og Irlandi.
Allir þessir landnámsmenn fluttu með sér fjölda þræla, sem flestir
voru keltneskir.
Erfitt mun að segja um, hve mikil áhrif hinn keltneski hluti þess-
ara innflytjenda hefur haft á þróun mála á íslandi, en höfundur tel-
ur þau meiri en hingað til hefur verið álitið. í hópi kristinna land-
námsmanna ber mest á afkomendum Ketils flatnefs. íslendingasögur
fjalla mest um höfðingja, en ættsmárra manna og þræla gætir lítið
sem ekki. Eflaust hafa þrælar verið fjölmennari en höfðingjastéttin.
Ólíklegt virðist, að þeir hafi allir fallið frá trú sinni, þótt þeir þjón-
uðu heiðnum höfðingjum, enda sjálfir aldir upp við æðri menningu,
svo að þeim hlaut að finnast margt frumstætt við trú og siði hús-
bænda sinna. Þá telur höfundur ríka ástæðu til að ætla, að staða
þræla á íslandi hafi verið mun frjálsari en þá gjörðist úti í Evrópu.
Samband þeirra við húsbændurna hefur verið meira og nánara en
venjulegt var. Hefur þar valdið t.d. einangrun, erfið veðrátta og hörð
lífsbarátta, auk þess sem margir þrælanna voru af göfugum ættum,
en höfðu verið teknir herfangi. Ætli norrænir höfðingjar, sem stoltir
voru af ætt sinni, hafi ekki borið virðingu fyrir ættgöfgi þræla sinna
og sýnt þeim skárri meðferð? Af heimildum virðist ljóst, að þræla-
hald minnkar mjög fljótlega. Afkomendur þrælanna mynda þá nýja
stétt hálffrjálsra manna, sem verið hafa í ævilangri þjónustu hinna
auðugu landeigenda, þar sem þeir fengu fæði og húsaskjól. Hér
skortir að vísu sannanir, en eðlilegt virðist að gjöra ráð fyrir, að
lægri stéttirnar hafi haft veruleg áhrif í trúarefnum.
Höfundur veltir fyrir sér hlutfallinu á milli vestræns og norræns
uppruna fyrstu kynslóða íslendinga. Núverandi íbúar íslands geta
engan veginn kallazt hreinnorrænir, þrátt fyrir miklar inngiftingar
og einangrun um aldir. Meira ber á dökkhærðu fólki en í Skandi-
navíu, og blóðflokkarannsóknir hafa sýnt meiri skyldleika við íra
en Skandinava.
Heimildir telja, að meirihluti landnámsmanna hafi komið frá
Noregi og flutt með sér heiðni til landsins, þótt þeir hafi nokkuð
þekkt til kristinnar menningar sunnar og vestar í álfunni. Ekki
verður heldur vart neins áhuga á þróun kristni á landsnámsöldinni.
Landnámabók telur, að kristni hafi hrakað, kristnir menn snúið
aftur til heiðni og landið hafi verið nær alheiðið nær hundraði vetra.
Þetta sýnist hæpið. Erfitt gat verið að snúa heiðnum manni til
kristni, en hitt hefur verið enn erfiðara að snúa kristnum manni til
heiðni, á sama tíma og heiðnin var alls staðar á undanhaldi, jafnvel
einnig á Norðurlöndum. Hitt mun rétt, að stjórn mála á íslandi
hefur verið alheiðin.