Saga - 1974, Page 216
208
RITFREGNIR
VI.
Höfundur reynir næst að gjöra grein fyrir kristnum áhrifum á
íslandi á tímabilinu milli 900 og 980. Þar er íslendingabók Ara
meginheimild, auk Landnámabókar. Hann minnir enn á, að sagna-
ritarar voru trúir þjónar kirkju sinnar, sem höfðu áhuga á að gjöra
hlut sinnar kirkju sem mestan í því að koma hinni íslenzku á fót.
Skynsamlegt virðist að gjöra sér grein trúarlegrar þróunar í þeim
löndum, sem landnámsmenn komu frá, til þess að reyna að varpa
ljósi á þessi meginatriði í íslenzkri sögu.
Áður er að því vikið, að margir landnámsmanna komu vestan um
haf, eftir að hafa dvalizt þar lengri eða skemmri tíma. Ólíklegt er,
að norrænir víkingar, sem settust að á Bretlandseyjum, hafi flutt
með sér konur að heiman. Þeir hafa sennilega flestir kvænzt vest-
rænum konum, sem þeir síðar tóku með sér til íslands. Þetta hefur
enn aukið sambandið milli höfðingjanna og þrælanna, sem flestir
voru vestrænir.
írland var blómlegur hluti hins kristna heims allt frá upphafi
6. aldar, en snemma mótast það sjálfstætt og óháð katólsku kirkj-
nnni. Lítil samskipti voru þar á milli, og þróunin í írsku kirkjunni
næstu 200 árin stuðlaði að auknum mun. Megineinkenni írsku kirkj-
unnar voru sjálfstæð klaustur, sem höfðu yfirstjórn mála með
höndum. Hlutfallið milli munka og biskupa virðist hafa verið 12 á
móti 1. En mismunur kirknanna var einnig kenningarlegur. Megin-
deilan stóð um ákvörðun hinna kirkjulegu hátíða, mikilvægi ábóta og
biskupa og dýrkun dýrlinga. Og meðan írska kirkjan hélt sjálfstæði
sínu gagnvart Róm, voru lærdómsiðkun, guðrækilegt líferni og
kristniboðsáhugi megineinkenni hennar. Auk þess notaði hún móður-
mál sitt í guðsþjónustunni í stað latínu. Munkarnir voru einu mennt-
uðu mennirnir í ólæsu þjóðfélagi. Klaustrin voru mennta- og skóla-
setur, og fátækir nemendur fengu styrk til náms. Ritstörf voru höfuð-
iðja munkanna, og enn eru til dýrgripir frá þessum tíma. íramir
voru bezt menntaðir þjóða norðan Pýreneafjalla og Alpa frá 7. til
9. aldar. Þjóðfélagsskipan þeirra byggði á fjölskyldunni. Sameigin-
legar samkomur voru haldnar fyrir hvert hérað og einnig landið
allt. Þar fóru einnig fram leikir og skemmtanir, og skáld og söngv-
arar voru í hávegum hafðir. Oft fjölluðu söngvarnir um heiðin efni.
En allt er breytingum undirorpið. Menningaröldin vék fyrir styrj-
Öldum og blóðsúthellingum. Norrænir víkingar hófu árásir sínar, og
um tíma leit svo út, að þeir mundu útrýma írskri menningu. Klaust-
ur voru eydd, munkar drepnir og gömul handrit eyðilögð. Upphafið
má rekja til 793, er árásin var gjörð á Lindesfarne, sem stofnað
hafði verið af Kolumkilla árið 634. Iona var rænd 807, en þar hafði