Saga - 1974, Blaðsíða 217
RITFREGNIR
209
um tveggja alda skeið verið miðstöð trúboðs í Skotlandi og Norður-
Englandi. Ekki er vitað, hve mörg klaustur voru eydd, en írskir
munkar lögðu kapp á trúboð meðal þessara norrænu manna, sem
settust að á Bretlandseyjum.
Frá upphafi katólsku kirkjunnar á Englandi um 600 höfðu verið
greinar með henni og írsku kirkjunni. Vegna þessa var kirkjuþing
lialdið í Whitby árið 664. Þrátt fyrir samkomulag á yfirborðinu
héldu flokkadrættir áfram, og allt fram undir lok 11. aldar er
getið um kvartanir yfir biskupum, sem séu ekki réttilega vígðir.
Á þessum tíma var því um að ræða deilur milli írsku og katólsku
kirkjunnar, en írska kirkjan fór halloka í þeim. Henni hafði þó
tekizt að varðveita alvöru og áhuga í starfi og samskiptum við
almenning.
Norrænir menn fóru nú að setjast að í þessum löndum, ýmist til
að stunda þaðan árásarferðir eða í friðsamlegum tilgangi. Danalög
voru sett á stofn, og hluti Englands komst undir danska stjórn.
Sums staðar á Bretlandi varð hin norræna byggð fjölmenn, og
þar var mikill starfsakur fyrir hina áhugasömu írsku trúboðs-
munka, sem virðist hafa orðið vel ágengt í starfi sínu. Upp úr
þessu spratt samruni norrænna manna og kelta. Ýmsir landnáms-
manna voru úr þessum hópi. Ketill flatnefur var voldugur höfð-
mgi í Suðureyjum (Hebrides) og játaði kristna trú. Sama gildir
um fleiri smákonunga og höfðingja. Líklegt er, að margir hafi
farið að dæmi höfðingjanna og tekið trú, enda sóttust ungir menn
eftir að fá dvöl við hirð höfðingja á þessum tíma. Áður er þess
getið, að margir þessara höfðingja muni hafa tekið sér vestrænar,
kristnar konur. Þær hafa stutt þetta trúboð. Allar þær þjóðir,
sem mest samskipti voru við, voru kristnar, og kristni var jafnvel
tekin að berast til Norðurlanda, einkum Danmerkur. Öllum mátti
ljóst vera, að heiðnin var víkjandi. Þannig urðu víkingarnir sigur-
vegarar á hinu pólitíska sviði, en kristnin sigraði í trúmálunum.
Hretlandseyj ar voru orðnar alveg kristnaðar á landnámstímanum,
°g ýmsir afkomendur norrænna manna komust til æðstu metorða
innan kirkjunnar. Engum íslendingi, sem til Bretlands kom á 9.
öld, gátu dulizt yfirburðir kristninnar þar. Löng samskipti við
kristnar þjóðir hafa rutt kristni braut á íslandi. Þess vegna er
i'étt að efast um, að landið hafi verið nær alheiðið nær 100 vetur.
Hver var þróun mála á íslandi á þessum tíma? Frá lokum land-
námsaldar til kristnitöku líða um 70 ár eða 2 til 3 kynslóðir. Ungir
menn árið 1000 gátu vel verið sonarsonarsynir landnámsmanna,
sem sumir lifðu fram á 10. öld, en um suma þeirra er sagt, að þeir
héldu fast við kristna trú. Jörundur kristni gjörðist einsetumaður
í elli sinni og var kristinn til æviloka. Sama máli gegnir um Ás-
14