Saga - 1974, Qupperneq 218
210
RITFREGNIR
ólf alskik. Örlygur byggði kirkju að Esjubergi, og um Ketil
fíflska er sagt, að hann væri vel kristinn. Á Akranesi virðist hafa
risið kristið byggðahverfi, sem hélzt langt fram á 10. öld.
Annað kristið byggðahverfi virðist hafa verið í Dölum vestur,
stofnað af Auði djúpúðgu og mönnum hennar. Þannig sjáum við
kristin áhrif að verki. ísland var ekki einangrað land, heldur voru
samskiptin mikil við útlönd. Á skipum voru fjölmennar skipshafn-
ir, þannig að margir komust í snertingu við kristna menningu
umheimsins, einnig úr flokki alþýðu manna. Allt hefur þetta áhrif
á Islandi. Við sjáum, að sumir menn fá viðurnefnið hinn goð-
lausi. Það sýnir fráfall frá heiðni, sem var ríkjandi. Margir ís-
lendingar eru nafngreindir, sem létu skírast eða prímsignast er-
lendis. Allt jók þetta á upplausn heiðninnar.
Þar sem kristnar fjölskyldur voru í landinu, hljóta einnig að
hafa verið prestar. Hvernig átti öðrum kosti að skíra börnin,
veita kvöldmáltíðarsakramenti eða jarðsyngja kristna ættingja?
Höfundi virðist einsýnt, að kristnir prestar hafi verið á íslandi
allt frá upphafi landnáms, kirkjur hljóti að hafa verið reistar á
heimilum kristinna manna, fleiri en getið er um,, og í kristnum
byggðahverfum hélzt trúin við, þótt landið að öðru leyti væri heið-
ið. Óhugsandi er á þeim tíma, að kristni gæti haldizt við án presta
og kirkna, og það gæti verið lykill til skilnings á ýmsum erfiðum
atriðum í sögu íslands frá þessum tíma, ef við gjörum ráð fyrir
tilvist slíkra kristinna byggðahverfa.
VII.
Höfundur rekur nú frásagnir af kristniboði tvo seinustu áratug-
ina fyrir 1000. Víkur hann fyrst að Þorvaldi og Friðrik biskupi.
Vekur hann athygli á því, að Þorvaldur er sagður hafa haft orð
fyrir þeim, af því að Friðrik hafi ekki getað mælt á tungu lands-
manna. Starf hans hefur þá verið bundið við framkvæmd prest-
verka. Nú er talið, að litlir tungumálaerfiðleikar hafi verið í norð-
anverðri Evrópu allt fram á 13. öld. Friðrik hlýtur því að hafa
verið frá fjarlægum hluta Saxlands, þar sem hann skildi ekki
norræna tungu. Heimildir veita takmarkaðar upplýsingar um ár-
angur starfs þeirra. Getið er fáeinna höfðingja, sem tekið hafi
kristni. Heimamenn þeirra munu hafa fylgt þeim. Á Islandi virð-
ist kristnitakan koma ofan frá, frá höfðingjunum, en alþýða manna
hefur fylgt þeim. Eflaust hafa prestar verið í fylgdarliði þeirra
Friðriks. Fróðlegt væri að vita, hvort einhverjir þeirra hafi orðið
eftir við burtför þeirra. Kirkjur voru byggðar, og eðlilegt hefði
verið, að Friðrik hefði reynt að útvega presta til þess að halda