Saga - 1974, Síða 219
RITPREGNIR
211
áfram starfi þeirra félaga. Ótrúlegt verður að telja, að hinir
kristnu menn hafi verið skildir eftir án aðstoðar, því að prestar
voru nauðsvnlegir til að framkvæma hinar kirkjulegu athafnir.
Síðan ríkir þögn um trúboð í 10 ár. Hitt virðist Ijóst, að kristni
breiðist út. Þeim fjölgar, sem neita að greiða hoftolla, og nýir
höfðingjar koma fram, sem halda sjálfstæð héraðsþing og bjóða
mönnum vernd sína. Þróun mála þennan áratug varpar ljósi yfir
þá atburði, sem á eftir fylgdu.
Ólafur Tryggvason komst til valda í Noregi. Hann hafði tekið
kiistna trú á England og tók nokkra presta þaðan með sér. Hon-
um var kappsmál að kristna Noreg og þau lönd önnur, sem hann
taldi á áhrifasvæði sínu. í föruneyti hans var íslenzkur maður,
Stefnir Þorgilsson. Konungur sendi hann til íslands til þess að
halda áfram verki þeirra Þorvaldar og Friðriks. Hann kom út til
íslands sumarið 995 með nokkra presta með sér. Hann virðist hafa
beitt valdi í starfi sínu og brenndi hof og hörga. Mætti hann mik-
illi mótspyrnu og varð að flýja til frænda sinna á Akranesi. Trú-
koð hans virðist hafa mistekizt.
Næsta sumar var tekin örlagarík ákvörðun á alþingi. Lög voru
sett, sem bönnuðu goðgá, og ættmönnum var gjört skylt að sækja
sök. Ljóst má vera, að kristnin hefur ekki þótt hættulaus, er slík
lög voru sett, sem rjúfa þannig sifjar og gjöra kristni ættar-
skömm. Stefnir fór utan undir vernd kristinna ættingja sinna.
Ólafur konungur gafst ekki upp. Hann sendir samsumars Þang-
brand hirðprest sinn til íslands ásamt mörgum prestum. Þeir
dveljast fyrsta veturinn hjá Halli á Síðu, sem verður fyrstur til
að taka af þeim kristni. Sumarið eftir ríða þeir til alþingis, og
Þangbrandi virðist takast að vinna áhrifamikla menn til kristni.
Þangbrandur virðist ferðast víðs vegar um landið, nema um viss hér-
uð á Norður- og Norðvesturlandi. Heimildum ber ekki saman um,
kvar þeir hafi farið né hve lengi þeir voru í landinu, en seinasta
veturinn dvöldust þeir í Skálholti. Lítill vafi leikur á því, að þeir
Þangbrandur ná talsverðum árangri. Meðal þeirra, er trú taka,
eru margir, sem mikinn þátt taka í því að fá kristni lögtekna á
alþingi. Þangbrandur fer utan 999. Á alþingi eru hann og Hjalti
dæmdir sekir um goðgá.
Hvernig er ástandið á íslandi, er hér er komið sögu? Erfitt er
að gjöra sér skýra grein fyrir vexti kristninnar seinustu árin fyrir
kristnitöku. Vafalaust eru heiðnir menn í meirihluta, enda tekst
þeim að fá Hjalta dæmdan sekan á alþingi. Hins vegar hefur
kristinn flokkur verið kominn fram, fyrst ástæða þótti til að beita
vopnum. Æsingur hefur verið í mönnum og Ijóst var, að nú drægi
til tíðinda. Menn hafa orðið að taka afstöðu með eða móti kristni.