Saga - 1974, Page 220
212
RITFREGNIR
Kristnum byggðahverfum fjölgar, en kristnir menn eru útilokaðir
frá þátttöku í stjórnarathöfnum vegna tengsla þeirra við heiðinn
sið. Ástandið hefur því verið orðið óþolandi fyrir þá. Þeir voru
utangarðsmenn. Goðarnir voru oddvitar heiðinna manna vegna
skyldu sinnar til þátttöku í heiðnum trúarathöfnum. Kristnir
menn vildu breyta þessu, og þeim jókst fylgi ár frá ári. Goðarnir
tóku að óttast um völd sín. Lögin um ættarskömmina gætu verið
ein bendingin um, að forráðamenn hafi verið hræddir um framtíð
hins forna goðavalds.
VIII.
Heimildir segja ekkert um erindi Gizurar hvíta af landi brott
með Hjalta. Má þó líklegt telja, að hann hafi verið sendur af
kristnum mönnum til fundar við Ólaf konung. Framtíð kristni á
Islandi var í hættu og nauðsyn að grípa til róttækra ráðstafana
til að tryggja rétt hennar. Hvað var þá eðlilegra en að leita til
voldugs kristins konungs í heimalandi forfeðra þeirra?
Þangbrandur varð fyrri að ná konungsfundi. Hann bar íslend-
ingum illa söguna. Konungur reiðist og hyggst lífláta syni ís-
lenzkra höfðingja, sem þá voru staddir í Noregi. Er þeir Gizur
koma, ganga þeir þegar á fund konungs og taka að sér að koma
á kristni á íslandi, um leið og þeir biðja löndum sínum griða.
Semja þeir um það við konung að fara aftur til íslands með boð-
skap hans og fá kristni lögtekna. Konungur hélt hjá sér 4 gíslum
til tryggingar framgangi málsins. Engum gat blandazt hugur um,
að konungi var alvara. Honum hefur verið sagt frá stöðu krist-
inna manna á íslandi. Við vitum ekki, að hvaða kostum þeir Gizur
ganga í konungsgarði, en líklegt má telja, að konungur hafi viljað
nota tækifærið til þess að ná pólitísku takmarki sínu. Þeir snúa
því heim til íslands með konungserindi og hafa meðferðis peninga
frá honum til að vingast við höfðingja. Þeim Gizuri var sýnd
mikil virðing í konungsgarði.
Næsta sumar sigla þeir út til íslands með hóp presta með sér.
Heimildum ber saman um, að þeir hafi ætlað að ná út fyrir alþingi.
Ljóst virðist, að þeir hafi mælt sér mót við kristna menn í Vellan-
kötlu austan Þingvallavatns. Síðu-Hallur hefur verið oddamaður
kristinna manna, meðan þeir Gizur voru í Noregi. Kristnir menn
hafa orðið að ráða ráðum sínum til að mæta komandi erfiðleikum.
Frá Vellankötlu gjöra þeir frændum sínum og vinum orð um að
koma til móts við sig. Ríða þeir síðan fjölmennir inn á Þingvöll,
því að öruggt má telja, að kristnir menn hafi fjölmennt til þings
þetta sumar. Þeir hafa verið fjölmennari en heiðingjarnir höfðu